Bæjarráð Fjallabyggðar

615. fundur 14. ágúst 2019 kl. 16:30 - 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1901070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna viðauka 1 - 12 við fjárhagsáætlun 2019.
Einnig er innleiðing vegna persónuverndar gjaldfærð, var flutt á milli ára 2018 og 2019.
Heildar áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2019 er kr. 18.019.048.- sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuskjal við viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019.

2.Launayfirlit tímabils - 2019

Málsnúmer 1901048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til júlí 2019.

3.Jafnlaunavottun - innleiðing

Málsnúmer 1906015Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála varðandi verðkönnun jafnlaunavottunar hjá Fjallabyggð.

Þrjú tilboð bárust vegna innleiðingar á jafnlaunavottun og tvö tilboð vegna úttektar á jafnlaunavottun.

Bæjarráð samþykkir að taka hagstæðasta tilboði í jafnlaunavottun fyrir sveitarfélagið frá Icert vegna úttektar annarsvegar og Avanti vegna innleiðingar hins vegar.
Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.

4.Samingur um skóla- og frístundaakstur 2019-2022

Málsnúmer 1908011Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur um skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð 2019-2022 við Suðurleiðir ehf., ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að nauðsynlegt sé að setja í viðauka við fjárhagsáætlun 2019 kr. 1.900.000. sem nemur hækkun á einingarverði við nýjan samning um skólaakstur samkvæmt áætluðum fjölda ferða til ársloka 2019.

Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 1.900.000 í viðauka nr. 13/2019, við deild 04210, lykill 4114 kr. 1.140.000.-, deild 04420, lykill 4114 kr.190.000, við deild 06310, lykil 4113 kr. 95.000, deild 06820, lykil 4113 kr. 228.000 og við deild 10710, lykill 4113 kr. 247.000 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Erindi frá Sjómannadagsráði Sjómannafélags Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1908002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ægis Ólafssonar fh. Sjómannafélags Ólafsfjarðar og Sjómannadagsráðs, dags. 25.07.2019 þar sem óskað er eftir því að gerður verði allt að þriggja ára samningur á milli Fjallabyggðar og Sjómannadagsráðs vegna Sjómannahátíðar í Fjallabyggð. Einnig óskar sjómannadagsráð eftir því að fjárhagsstyrkur frá Fjallabyggð verði hækkaður um kr. 200.000 og verði kr. 1.200.000. í stað kr. 1.000.000.

Bæjarráð þakkar erindið og bendir Sjómannafélagi Fjallabyggðar og Sjómannaráði á að senda ofangreinda umsókn inn með hefðbundnum hætti þegar styrkumsóknir vegna fjárhagsársins 2020 verða auglýstar. Afstaða til umsóknar verður þá tekin í bæjarráði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

6.Endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi

Málsnúmer 1809083Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar og Skógræktarfélags Siglufjarðar um skógrækt og uppbyggingu útivistasvæða í umsjón skógræktarfélagsins fyrir árin 2019 og 2020.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leiti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð.

7.Drög að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta

Málsnúmer 1908001Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Tryggva Þórhallssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 01.08.2019 er varðar drög að leiðbeiningum um gjaldskrá byggingarfulltrúaembætta sveitarfélaga. Óskað er eftir umsögnum um drögin fyrir 20. september nk.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

8.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sveitarfélögin - LÝSA 2019

Málsnúmer 1908005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Hörpu Júlísudóttur fh. Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, dags. 05.08.2019 en félagið mun standa fyrir málstofu um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á LÝSU.
Málstofan verður haldin í Hofi Akureyri, laugardaginn 7. september nk. kl. 13:30-15:00

9.Umsókn um rekstrarleyfi veitinga

Málsnúmer 1908006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 06.08.2019 er varðar umsögn vegna umsóknar Selvíkur ehf. kt. 591107-0970 um rekstrarleyfi, flokkur II - Umfangslitlir áfengisveitinastaðir að Grafargerði, 580 Siglufjörði, Sigló Golf, skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar

Málsnúmer 1908007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 06.08.2019 er varðar umsögn vegna umsóknar Selvíkur ehf. kt. 591107-0970 um rekstrarleyfi, Flokkur IV- Gististaður með áfengisveitingum að Snorragötu 3, 580 Siglufirði, Sigló Hótel, skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

11.Húsnæðismál á landsbyggðinni

Málsnúmer 1809048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sigrúnar Ástu Magnúsdóttur fh. Íbúðalánasjóðs, dags. 25.07.2019 þar sem fram kemur að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum í þeim tilgangi að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. Stöðuskýrsla þess efnis er nú aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda og á heimasíðu Íbúðalánasjóðs.

12.Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins

Málsnúmer 1907044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Eddu R. Davíðsdóttir fh. SAMAN- hópsins dags. 26.07.2019 þar sem ítrekað er erindi til sveitarfélaga sem sent var í maí sl. um beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN- hópsins. Leiðarljós í starfi hópsins eru niðurstöður rannsókna sem sína mikilvægi og áhrifamátt foreldra í forvörnum fyrir börn og unglinga.

Bæjarráð bendir Saman-hópnum á að senda ofangreinda umsókn inn með hefðbundnum hætti þegar styrkumsóknir vegna fjárhagsársins 2020 verða auglýstar.

13.Erindi frá framkvæmdastjóra AFE

Málsnúmer 1908010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sigmundar E Ófeigssonar fh. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE). dags. 09.08.2019 þar sem óskað er eftir fundi með sveitarstjórum á svæði (AFE) um hugsanlega sameiningu Eyþings. AFE og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga (AÞ). Fundartímar eru; Þriðjudagur 6. ágúst eftir hádegi, miðvikudagur 7. ágúst fyrir hádegi, mánudagur 12. ágúst eftir kl. 11:00, miðvikudagur 14. ágúst fyrir kl. 13:00.

Bæjarráð samþykkir að bjóða framkvæmdastjóra AFE og stjórnarformanni á fund bæjarráðs þriðjudaginn 20. ágúst kl.16.30.

14.Skíðasvæðið í Skarðsdal - færsla á lyftu

Málsnúmer 1908014Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Valtýs Sigurðssonar formanns Leyningsáss ses, dags. 23.07.2019 til Ofanflóðasjóðs (afrit sent á samgöngu- og sveitarstjóranarráðherra og fjármála- og efnahagsárðherra) varðandi skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði - vegagerð og aðrar framkvæmdir. Í bréfinu er þess farið á leit að Ofanflóðasjóður og eða ríkissjóður útvegi þegar í stað fjármagn til þess að ljúka framkvæmdum sem þegar eru hafnar og nauðsynlega þarf að ljúka við vegna ákvæða laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með að færsla/endurbætur á veginum eru í gangi en tekur undir bréf formanns og lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu framkvæmda við tilfærslu á skíðalyftu í Skarðsdal en frá árinu 2014 hefur legið fyrir að hluti svæðisins er á hættusvæði C og hafa Fjallabyggð og Leyningsás ses., frá þeim tíma, unnið að því með Veðurstofu Íslands, vegagerðinni og ríkissjóði að gera viðunandi úrbætur á svæðinu samkvæmt ákvæðum laga nr. 49/1997. Nú er svo komið að nauðsynlegt er að ljúka þeim framkvæmdum sem þegar eru hafnar til þess að tryggja megi öryggi og áframhaldandi rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal.

15.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 7. ágúst 2019

Málsnúmer 1908001FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 7. ágúst 2019 Lögð fram til kynningar skýrsla um ferðamenn í Fjallabyggð 2004-2018, sem unnin er af fyrirtækinu Rannsókn og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, fyrir Fjallabyggð í júní 2019.
    Í samantekt er lögð áhersla á að skoða komur erlendra ferðamanna í Fjallabyggð í heild og í byggðarkjarnana hvorn fyrir sig með samanburð við komur ferðamanna í Eyjafjörð. Að jafnaði tóku 3-4.000 manns þátt í könnuninni hverju ári.
    Samkvæmt skýrslunni komu 113 þúsund erlendir ferðamenn til Fjallabyggðar árið 2018 og 73 þúsund innlendir ferðamenn. Til samanburðar komu 21 þúsund erlendir ferðamenn árið 2010 til Fjallabyggðar og 45 þúsund innlendir. Skýrsuna má nálgast á heimasíðu Fjallabyggðar undir útgefið efni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 615. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 7. ágúst 2019 Erindi frá Sjómannadagsráði Sjómannafélags Ólafsfjarðar lagt fram til kynningar. Sjómannadagsráð óskar eftir að árlegur styrkur Fjallabyggðar til hátíðarinnar sé færður inn í samning til allt að þriggja ára. Markaðs- og menningarnefnd lítur jákvæðum augum á erindið og vísar því til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 615. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 7. ágúst 2019 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir hátíðir í Fjallabyggð 2019 en fyrir liggja uppgjör og skýrslur frá þremur hátíðum, 17. júní, Sjómannadagshátíð og Þjóðlagahátíð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 615. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:15.