Erindi frá Sjómannadagsráði Sjómannafélags Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1908002

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 07.08.2019

Erindi frá Sjómannadagsráði Sjómannafélags Ólafsfjarðar lagt fram til kynningar. Sjómannadagsráð óskar eftir að árlegur styrkur Fjallabyggðar til hátíðarinnar sé færður inn í samning til allt að þriggja ára. Markaðs- og menningarnefnd lítur jákvæðum augum á erindið og vísar því til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 615. fundur - 14.08.2019

Lagt fram erindi Ægis Ólafssonar fh. Sjómannafélags Ólafsfjarðar og Sjómannadagsráðs, dags. 25.07.2019 þar sem óskað er eftir því að gerður verði allt að þriggja ára samningur á milli Fjallabyggðar og Sjómannadagsráðs vegna Sjómannahátíðar í Fjallabyggð. Einnig óskar sjómannadagsráð eftir því að fjárhagsstyrkur frá Fjallabyggð verði hækkaður um kr. 200.000 og verði kr. 1.200.000. í stað kr. 1.000.000.

Bæjarráð þakkar erindið og bendir Sjómannafélagi Fjallabyggðar og Sjómannaráði á að senda ofangreinda umsókn inn með hefðbundnum hætti þegar styrkumsóknir vegna fjárhagsársins 2020 verða auglýstar. Afstaða til umsóknar verður þá tekin í bæjarráði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.