Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1901070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 07.05.2019

Lagður fram viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn varðar tilfærslur á milli verkefna á framkvæmdum ársins 2019. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Fjallabyggðar er kr. 0.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 615. fundur - 14.08.2019

Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna viðauka 1 - 12 við fjárhagsáætlun 2019.
Einnig er innleiðing vegna persónuverndar gjaldfærð, var flutt á milli ára 2018 og 2019.
Heildar áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2019 er kr. 18.019.048.- sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuskjal við viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15.10.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 10.10.2019 þar sem lagður er fram viðauki nr.17/2019 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn varðar útdeilingu launapotts vegna veikinda og kjarasamningshækkana/eingreiðslna við deild 21600. Áhrif útdeilingar launapotts á rekstrarniðurstöðu Fjallabyggaðar hreyfir ekki handbært fé.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.17/2019 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 29.12.2019 vegna samantektar á viðaukum nr.13-21 við fjárhagsáætlun 2019.