Samingur um skóla- og frístundaakstur 2019-2022

Málsnúmer 1908011

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12.08.2019

Samningur við Suðurleiðir ehf. um skóla- og frístundaakstur 2019-2022 var lagður fram til kynningar. Samið er til þriggja ára og tekur nýr samningur gildi 20. ágúst nk.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 615. fundur - 14.08.2019

Lagður fram undirritaður samningur um skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð 2019-2022 við Suðurleiðir ehf., ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að nauðsynlegt sé að setja í viðauka við fjárhagsáætlun 2019 kr. 1.900.000. sem nemur hækkun á einingarverði við nýjan samning um skólaakstur samkvæmt áætluðum fjölda ferða til ársloka 2019.

Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 1.900.000 í viðauka nr. 13/2019, við deild 04210, lykill 4114 kr. 1.140.000.-, deild 04420, lykill 4114 kr.190.000, við deild 06310, lykil 4113 kr. 95.000, deild 06820, lykil 4113 kr. 228.000 og við deild 10710, lykill 4113 kr. 247.000 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.