Skíðasvæðið í Skarðsdal - færsla á lyftu

Málsnúmer 1908014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 615. fundur - 14.08.2019

Lagt fram bréf Valtýs Sigurðssonar formanns Leyningsáss ses, dags. 23.07.2019 til Ofanflóðasjóðs (afrit sent á samgöngu- og sveitarstjóranarráðherra og fjármála- og efnahagsárðherra) varðandi skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði - vegagerð og aðrar framkvæmdir. Í bréfinu er þess farið á leit að Ofanflóðasjóður og eða ríkissjóður útvegi þegar í stað fjármagn til þess að ljúka framkvæmdum sem þegar eru hafnar og nauðsynlega þarf að ljúka við vegna ákvæða laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með að færsla/endurbætur á veginum eru í gangi en tekur undir bréf formanns og lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu framkvæmda við tilfærslu á skíðalyftu í Skarðsdal en frá árinu 2014 hefur legið fyrir að hluti svæðisins er á hættusvæði C og hafa Fjallabyggð og Leyningsás ses., frá þeim tíma, unnið að því með Veðurstofu Íslands, vegagerðinni og ríkissjóði að gera viðunandi úrbætur á svæðinu samkvæmt ákvæðum laga nr. 49/1997. Nú er svo komið að nauðsynlegt er að ljúka þeim framkvæmdum sem þegar eru hafnar til þess að tryggja megi öryggi og áframhaldandi rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal.