Bæjarráð Fjallabyggðar

605. fundur 21. maí 2019 kl. 16:30 - 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Skóla- og frístundaakstur

Málsnúmer 1905039Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 21.05.2019 þar sem fram kemur að HBA mun þurfa að hætta skóla- og frístundaakstri fyrir Fjallabyggð eftir 24. maí nk. vegna Gjaldþrotabeiðni Arionbanka sem tekin verður fyrr 23. maí. Í framhaldi hefur verið gerður samningur við Akureyri Excursion um að sinna skóla- og frístundaakstri til 31. maí 2019. Frístundaakstur vegna sumarmánaða er í verðkönnun.


Deildarstjóri óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út skóla- og frístundaakstur fyrir næsta skólaár.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra að bjóða út skóla- og frístundaakstur fyrir næsta skólaár og samþykkir fyrirliggjandi samning við Akureyri Excursions ehf.

2.Götulýsing 1. áfangi

Málsnúmer 1903002Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 20. maí 2019 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð vegna útskipta í ljóskerjum og stólpum götulýsingar.

Eftirfarandi tilboð bárust :

Ingvi Óskarsson ehf 28.105.600
Raffó ehf 21.255.984
Kostnaðaráætlun 20.434.000

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Raffó ehf sem er jafnframt lægstbjóðandi.

3.Ósk um styrk vegna Sjávarútvegsskóla

Málsnúmer 1905029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðrúnar A. Jónsdóttur fh. Sjávarútvegsmiðstöðvar, dags. 14.05.2019 þar sem óskað er eftir skyrk vegna Sjávarútvegsskólans en skólinn er fyrir 8. bekkinga Grunnskóla, börn fædd 2005. Sjávarútvegsskólinn hefur verið starfræktur á Austfjörðum frá árinu 2013 en þá setti Síldarvinnslann hann á stofn. Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri tók við rekstri skólans 2016 og eru nemendur úr Sjávarútvegsfræði kennarar skólans. Undanfarin ár hefur hann verið starfræktur á Austurlandi og Norðurlandi í samvinnu við vinnuskóla hvers byggðarlags og halda börnin launum sínum meðan þau sækja skólann. Kennt er í eina viku á hverjum stað. Fyrirtæki og stofnanir á þeim stöðum þar sem kennt er hafa alfarið staðið undir rekstri skólans.

Sjávarútvegsskólinn verður starfræktur í Fjallabyggð í sumar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.

4.Spurning vegna styttu af Gústa Guðsmanni

Málsnúmer 1905030Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að svari við fyrirspurn Kristínar Sigurjónsdóttur fh. Hljóðsmárans ehf, dags. 15.05.2019 vegna styttu af Gústa guðsmanni.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að senda svarbréfið.

5.Þingfundur ungmenna 17. júní 2019

Málsnúmer 1905031Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur fh. forætisráðuneytisins, dags. 13.05.2019 þar sem fram kemur að í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13-16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

6.Fyrirspurn vegna gatnagerðagjalda

Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elísar Hólm Þórðarsonar, dags. 13.05.2019 þar sem óskað er eftir rökstuðning fyrir því af hverju gatnagerðargjöld eru felld niður að fullu við þegar byggðar götur en ekki við óbyggðar götur þar sem fólk vill byggja.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.05.2019 þar sem fram kemur að bæjarráð samþykkti tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjaldi við þegar byggðar götur í júlí 2018. Ástæðan var vegna lítillar aðsóknar í lóðir, þéttingu byggðar og hvatningu til íbúa að fjárfesta í byggingum við götur sem búið er að afskrifa í bókhaldi sveitarfélagsins. Rökstuðningur fyrir því að gjaldið var ekki fellt niður á götum sem ekki eru byggðar er að bygging nýrra gatna kallar á dýrar fjárfestingar fyrir sveitarfélagið og því eðllilegt að framkvæmdaraðilar borgi sinn hlut í uppbyggingu með gatnagerðargjaldi. Það skal líka tekið fram að kostnaður við nýbyggingu gatna er ekki full fjármagnaður með gatnagerðargjaldi.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.

7.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2019

Málsnúmer 1905036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sveinbjargar Sveinsdóttur fh. Landskerfis bókasafna, dags. 13.maí 2019 þar sem fram kemur að aðalfundur Landskerfis bókasafna verður haldinn 29. maí nk. kl. 14 í Katrínartúni í Reykjavík.

8.Umsókn um tímabundið áfengisleyfi

Málsnúmer 1905045Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 17.05.2019 þar sem óskað er eftir umsókn varðandi tímabundið áfengisleyfi fyrir Sjómannafélag Ólafsfjarðar kt. 610183-0269, Brekkugötu 9, 625 Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

9.Trúnaðarmál - Innheimta

Málsnúmer 1806061Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

10.Frá nefndasviði Alþingis - 844. mál til umsagnar

Málsnúmer 1905043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 17.05.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr.100/2007, (hækkun lífeyris), 844. mál.

11.Til umsagnar 256. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1905044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 21.05.2019 varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál.

12.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir

71. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 13. maí sl.
104. fundur hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 16. maí sl.
2. fundur vinnuhóps um markaðsstefnu Fjallabyggðar frá 16. maí sl.

Fundi slitið - kl. 17:15.