Fyrirspurn vegna gatnagerðagjalda

Málsnúmer 1905032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21.05.2019

Lagt fram erindi Elísar Hólm Þórðarsonar, dags. 13.05.2019 þar sem óskað er eftir rökstuðning fyrir því af hverju gatnagerðargjöld eru felld niður að fullu við þegar byggðar götur en ekki við óbyggðar götur þar sem fólk vill byggja.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.05.2019 þar sem fram kemur að bæjarráð samþykkti tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjaldi við þegar byggðar götur í júlí 2018. Ástæðan var vegna lítillar aðsóknar í lóðir, þéttingu byggðar og hvatningu til íbúa að fjárfesta í byggingum við götur sem búið er að afskrifa í bókhaldi sveitarfélagsins. Rökstuðningur fyrir því að gjaldið var ekki fellt niður á götum sem ekki eru byggðar er að bygging nýrra gatna kallar á dýrar fjárfestingar fyrir sveitarfélagið og því eðllilegt að framkvæmdaraðilar borgi sinn hlut í uppbyggingu með gatnagerðargjaldi. Það skal líka tekið fram að kostnaður við nýbyggingu gatna er ekki full fjármagnaður með gatnagerðargjaldi.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.