Skáknámskeið fyrir ungmenni

Málsnúmer 1904080

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30.04.2019

Lagt fram erindi Birkis Karls Sigurðssonar, dags. 23.04.2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um tveggja daga skáknámskeið, samtals 10 klst. fyrir ungmenni í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14.05.2019

Á 602. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi erindi Birkis Karls Sigurðssonar, dags. 23.04.2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um tveggja daga skáknámskeið, samtals 10 klst. fyrir ungmenni í Fjallabyggð.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður sé kr. 80.600 fyrir utan gistingu og hugsanlegan ferðakostnað. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði vegna skáknámskeiðs í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.

Bæjarráð þakkar Birki erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðni um samstarf/styrk vegna skáknámskeiðs, en bendir á að opið er fyrir umsóknir vegna styrkja fyrir fjárhagsáætlun 2020 í haust.