Samgönguáætlun 2020 til 2024

Málsnúmer 1905018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14.05.2019

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar, dags. 06.05.2019 þar sem óskað er eftir umsóknum vegna hafnarframkvæmda og sjóvarna en samkvæmt lögum skal Vegagerðin vinna áætlun í samræmi við hafnarlög nr. 61/2013 og sjóvarnir nr. 28/1997 með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs skv. lögum um samgönguáætlun nr. 33/2008. Umsóknum skal skila fyrir 31. maí nk. Einnig er óskað eftir upplýsingum um vöruflutninga og heimaflota á árinu 2018 óháð því hvort sveitarfélag sendir inn umsókn.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.