Afnot af íþróttahúsinu á Siglufirði vegna badmintonmóta

Málsnúmer 1905019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14.05.2019

Lagt fram erindi Maríu Jóhanndóttur fh. Badminton- og tennisfélags Siglufjarðar (TBS) dags. 09.05.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi afnota af íþróttahúsinu á Siglufriði vegna Norðurlandsmóts í unglinga- og fullorðinsflokkum sem haldið er á Siglufirði 10. - 11. maí nk. og Desembermóts unglinga sem haldið verður 07.- 08. desember 2019.

Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála þar sem fram kemur að kostnaður vegna styrks í formi afnota af íþróttahúsi vegna Norðurlandsmóts er samtals kr. 88.769,- og rúmast innan núgildandi fjárhagsáætlunar.

Áætlaður kostnaður vegna Desembermóts liggur ekki fyrir og óvíst hvort hann rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019.

Bæjarráð samþykkir að veita TBS styrk í formi afnota af íþróttahúsinu á Siglufirði vegna Norðurlandsmóts. Styrkur að upphæð 88.769 færist á gjaldalykil 06810-9291 og tekjulykil: 06510-0258.

Bæjarráð samþykkir að taka erindi vegna Desembermóts á dagskrá þegar upplýsingar um kostnað liggja fyrir.