Bæjarráð Fjallabyggðar

591. fundur 05. febrúar 2019 kl. 16:30 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staðgreiðsla tímabils - 2019

Málsnúmer 1901047Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir janúar 2019. Innborganir nema 90.269.156 kr. sem er 105,88% af tímabilsáætlun.

2.Verðkönnun á innheimtu

Málsnúmer 1812020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Davíðs Gíslasonar fh. Momentum og Gjaldheimtunar dags. 01.02.2019 þar sem krafist er afhendingar gagna er varðar verðkönnun á innheimtu fyrir klukkan 16.00, mánudaginn 4. febrúar 2019.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu að bæjarstjórnarfundi loknum.

3.Samkomulag um hljóðútsendingu á bæjarstjórnarfundum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1901098Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi um hljóðútsendingu frá bæjarstjóranafundum Fjallabyggðar á árinu 2019 við Hljóðsmárann ehf.

Bæjaráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram.

4.Ferðaleikhús fyrir leikskólabörn

Málsnúmer 1812059Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 29.01.2019 vegna umsagnar um leiksýninguna „Það og Hvað“.
Deildarstjóri leggur til að erindi Júlíönu Kristínar Jónsdóttur dags. 21.12.2019 þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á að fá leiksýninguna verði vísað til skoðunar markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar með tilliti til þess hvort sýningin hentar dagskrá í tengslum við bæjarhátíðina Trilludaga.

Bæjarráð þakkar Júlíönu Kristínu Jónsdóttur gott boð og vísar erindinu til markaðs- og menningarfulltrúa til skoðunar í tengslum við dagskrá Trilludaga.

5.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019

Málsnúmer 1810063Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 30.01.2019 varðandi tillögur/óskir bæjarstjórnar Fjallabyggðar um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Niðurstaða ráðuneytisins er eftirfarandi:

a) liður tillagnanna samþykktur.
b) liður tillagnanna samþykktur að öðru leiti en að síðasta málsgrein er ekki samþykkt vegna ákvæða laga og reglugerðar um byggðakvóta.
c) liður tillagnanna samþykktur.
d) liður tillagnanna samþykktur.
e) liður tillagnanna synjað þar sem skýr laga- og reglugerðarákvæði eru um tvöföldun byggðakvótans og verða engar undantekningar frá því samþykktar.
f) liður tillagnanna samþykktur.

Sérreglur Fjallabyggðar verða því eftirfarandi:

Ákvæði reglugerðar nr. 685 frá 5. júlí 2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a) Ákvæði a-liðar 1. gr. breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, við lok umsóknarfrests og eru undir 1.000 brúttótonn að stærð.

b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðarlags á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018, þó að hámarki 70.000 þorskígildiskíló á bát.

c) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

e) Við ákvæði 1. mgr. 6. gr. bætist: Heimil eru skipti á fiski í jöfnum þorskígildum milli fiskvinnslna

6.Málefni vegagerðarinnar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1902006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt af fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar við fulltrúa Vegagerðarinnar um málefni Vegagerðarinnar í Fjallabyggð sem fram fór á Akureyri þann 29.01.2019. Rætt var um stöðu á þjónustusamningi í brunavarnaráætlun Fjallabyggðar, miðbæjarskipulag á Siglufirði, yfirlagnir á þjóðvegi í þéttbýli, efnistöku vegna burðarlaga í Skarðsveg, vindmæli á Saurbæjarás og útboð vegna efnisvinnslu á ofaníburði í Ólafsfirði.

7.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

Málsnúmer 1901116Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi forsætisráðuneytisins, dags. 28.01.2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru árið 2015. Verkefnahópur á vegum Ríkisstjórnarinnar hefur unnið stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum og tillögu að forgangsmarkmiðum stjórnvalda. Samband íslenskra sveitarfélaga á nú fulltrúa í verkefnastjórninni og mun í samstarfi við hana skapa vettvang fyrir sveitarfélög um kynningar og fræðslu um markmiðin og innleiðingu þeirra.
Fyrsta kynning á sveitarfélögum og heimsmarkmiðunum fer fram á Grand hótel Reykjavík 15. febrúar nk. Þar munu sveitarfélög sem þegar eru farin af stað segja frá vinnu sinni og fjallað verður um tengingar ýmissa samstarfsverkefna á sveitarstjórnarstigi við markmiðin. Nánari upplýsingar um fundinn verða sendar út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

8.Áfangastaðaáætlanir

Málsnúmer 1901114Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags, 25.01.2019 þar sem þess er farið á leit við sveitarfélagið að útgefin áfangaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi sviðs sveitarfélagsins. Áfangaáætlun Norðurlands sem er stefnumótandi stjórnunaráætlun fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi er unnin í samstarfi og samþættingu við aðrar áætlanir á svæðinu s.s. deili- og aðalskipulags sveitarfélaga, samgönguáætlun, byggðaáætlun og landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að markaðs- og menningarfulltrúi kynni áfangaáætlun Norðurráðs á fundi bæjarráðs og vísar áfangaáætlun Norðurlands einnig til kynningar í markaðs- og menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.

9.XXXIII. landsþing sambandsins

Málsnúmer 1901111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.01.2019 þar sem boðað er til XXXIII. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður þann 29. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík frá kl. 10-15:45.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verður haldinn á sama stað kl. 16.


10.Ráðstefna um jarðskjálfta á Norðurlandi III

Málsnúmer 1901107Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Þekkingarnets Þingeyinga, dags. 28.01.2019 vegna ráðstefnu um jarðskjálfta á Norðurlandi III sem haldin verður á Húsavík dagana 21.-24. maí nk.
Þátttöku er æskilegt að tilkynna sem fyrst til Þekkingarnets Þingeyinga á netfangið hac@hac.is

11.Viðmið um tekjur og eignir í reglum sveitarfélaga um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði

Málsnúmer 1901108Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.01.2019 er varðar reglur um meðferð umsókna um húsnæði á vegum sveitarfélagsins og að við úthlutun beri að leggja mat á félagslegar aðstæður umsækjenda og hvort viðkomandi þurfi aðstoð til þess að teljast búa við húsnæðisöryggi. Tekju- og eignaviðmið eru meðal þeirra aðstæðna sem meta skal, þyngd framfærslu, íþyngjandi kostnaður vegna heilsufars og aðrar slíkar aðstæður. Ákvörðun um úthlutun er því matskennd þar sem viðmið um tekjur og eignir eru einn þeirra þátta sem vegin er ásamt öðrum. Útgefið viðmið um tekjur og eignir er því ekki endanlegur matskvarði við úthlutun félagslegra leiguíbúða.

12.Tjaldsvæðakort á Íslandi: Travelcard Iceland (Ferðakortið).

Málsnúmer 1901109Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Reynis Bergmanns fh. Travelcard Iceland, dags. 29.01.2019 er varðar nýtt ferðakort sem gefur möguleika á að gista á „betri“ tjaldsvæðum landsins. Travelcard auglýsir tjaldsvæði á heimasíðu sinni auk þess að bjóða samstarfsaðilum flotta og ítarlega kynningu á tjaldsvæðum sínum, án endurgjalds í kynningarefni fyrirtækisins sumarið 2019.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

13.Lífshlaupið 2019 - landskeppni í hreyfingu

Málsnúmer 1901120Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), dags. 30.01.2019 þar sem athygli er vakin á því að skráning er hafin í Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni sem fer af stað í 12. sinn miðvikudaginn 6. febrúar nk. Leiðbeiningar um skráningu má finna á https://lifshlaupid.is/keppnir/


Bæjarráð samþykkir að hvetja vinnustaði, grunnskóla og einstaklinga til þátttöku í Lífshlaupinu 2019.

14.Skipun öldungaráðs 2019

Málsnúmer 1901102Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að samþykkt fyrir öldungaráð Fjallabyggðar ásamt leiðbeiningum Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. 11.2018 um skipan öldungaráðs skv. nýjum og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi þann 1. október sl.

Einnig lagt fram erindi frá félögum eldri borgara í Ólafsfirði og á Siglufirði þar sem þess er óskað að fjöldi fulltrúa félaga eldri borgara í Fjallabyggð haldist óbreyttur frá því sem áður var þ.e. tveir fulltrúar frá hvoru félagi auk jafnmargra varamanna.

Bæjarráð samþykkir að vísa samþykkt fyrir öldungaráð Fjallabyggðar til samþykktar í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir ósk félaga eldri borgara í Fjallabyggð um að félögin skipi hvort um sig tvo fulltrúa og tvo til vara.

15.Frá nefndasviði Alþingis - 356. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur)

Málsnúmer 1902005Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis, dags. 31.01.2019 frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.

16.Frá nefndasviði Alþingis - 274. mál til umsagnar - mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi

Málsnúmer 1902004Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis, dags. 31.01.2019 tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál.

17.Frá nefndasviði Alþingis - 306. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra

Málsnúmer 1902003Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis, dags. 31.01.2019 frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra), 306. mál.

18.Ný reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

Málsnúmer 1902013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Íbúðalánasjóðs, dags. 01.02.2019 er varðar upplýsingar um reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga sem tók gildi í desember síðastliðnum.
Reglurnar kveða meðal annars á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og hún skuli uppfærð árlega með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára. Í reglugerðinni kemur jafnframt fram að sveitarfélög skuli skila inn fyrstu útgáfu húsnæðisáætlana til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars 2019.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar.

19.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2019

Málsnúmer 1901024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.01.2019

20.Fundargerðir Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi - 2019

Málsnúmer 1901028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 3. fundargerð verkefnahóps Eyþings um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi frá 21.01.2019.

Fundi slitið - kl. 17:45.