Tjaldsvæðakort á Íslandi: Travelcard Iceland (Ferðakortið).

Málsnúmer 1901109

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 05.02.2019

Lagt fram erindi Reynis Bergmanns fh. Travelcard Iceland, dags. 29.01.2019 er varðar nýtt ferðakort sem gefur möguleika á að gista á „betri“ tjaldsvæðum landsins. Travelcard auglýsir tjaldsvæði á heimasíðu sinni auk þess að bjóða samstarfsaðilum flotta og ítarlega kynningu á tjaldsvæðum sínum, án endurgjalds í kynningarefni fyrirtækisins sumarið 2019.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26.02.2019

Á 591. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna erindis Reynis Bergmanns fh. Travelcard Iceland dags. 29.01.2019.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að Fjallabyggð er með ótímabundinn samning við Útilegukort þar sem um er að ræða nánast sömu útfærslu og hjá Travelcard Iceland. Deildarstjóri leggur til að á árinu 2019 verði samningi við Útilegukortið haldið og að sumri liðnu sé hægt að endurskoða málið með tilliti til reynslu af nýju korti og þess hvort sjáanleg verði minni notkun á Útilegukortinu.

Bæjarráð samþykkir að halda samningi við Útilegukort óbreyttum út opnunartíma tjaldsvæða í Fjallabyggð á árinu 2019. Samningurinn verði endurskoðaður að loknu tímabili með tilliti til þeirra þátta sem fram koma í vinnuskjali deildarstjóra.