Skipun öldungaráðs 2019

Málsnúmer 1901102

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 05.02.2019

Lögð fram tillaga að samþykkt fyrir öldungaráð Fjallabyggðar ásamt leiðbeiningum Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. 11.2018 um skipan öldungaráðs skv. nýjum og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi þann 1. október sl.

Einnig lagt fram erindi frá félögum eldri borgara í Ólafsfirði og á Siglufirði þar sem þess er óskað að fjöldi fulltrúa félaga eldri borgara í Fjallabyggð haldist óbreyttur frá því sem áður var þ.e. tveir fulltrúar frá hvoru félagi auk jafnmargra varamanna.

Bæjarráð samþykkir að vísa samþykkt fyrir öldungaráð Fjallabyggðar til samþykktar í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir ósk félaga eldri borgara í Fjallabyggð um að félögin skipi hvort um sig tvo fulltrúa og tvo til vara.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 172. fundur - 13.03.2019

Breyting á skipan Öldungaráðs Fjallabyggðar
Aðalmenn :
S. Guðrún Hauksdóttir formaður
Nanna Árnadóttir,
Jón Valgeir Baldursson
Varamenn :
Hjördís Hjörleifsdóttir
Ingibjörg G. Jónsdóttir
Særún Hlín Laufeyjardóttir

Fyrir félaga eldri borgara verða aðalmenn:
Konráð Baldvinsson, Ingvar Ágústsson, Björn Þór Ólafsson og Ásdís Pálmadóttir.

Varamenn verða Hrafnhildur Stefánsdóttir, Svava Björg Jóhannsdóttir, Björg Friðriksdóttir og Einar Þórarinsson.
Fyrir HSN er aðalmaður Elín Arnarsdóttir og til vara Anna S. Gilsdóttir.

Tillaga er um að Öldungaráð verði launað ráð.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

Öldungaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 29.03.2019

Umræður um samþykkt öldungaráðs.