Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

Málsnúmer 1901116

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 05.02.2019

Lagt fram til kynningar erindi forsætisráðuneytisins, dags. 28.01.2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru árið 2015. Verkefnahópur á vegum Ríkisstjórnarinnar hefur unnið stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum og tillögu að forgangsmarkmiðum stjórnvalda. Samband íslenskra sveitarfélaga á nú fulltrúa í verkefnastjórninni og mun í samstarfi við hana skapa vettvang fyrir sveitarfélög um kynningar og fræðslu um markmiðin og innleiðingu þeirra.
Fyrsta kynning á sveitarfélögum og heimsmarkmiðunum fer fram á Grand hótel Reykjavík 15. febrúar nk. Þar munu sveitarfélög sem þegar eru farin af stað segja frá vinnu sinni og fjallað verður um tengingar ýmissa samstarfsverkefna á sveitarstjórnarstigi við markmiðin. Nánari upplýsingar um fundinn verða sendar út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.