Viðmið um tekjur og eignir í reglum sveitarfélaga um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði

Málsnúmer 1901108

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 05.02.2019

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.01.2019 er varðar reglur um meðferð umsókna um húsnæði á vegum sveitarfélagsins og að við úthlutun beri að leggja mat á félagslegar aðstæður umsækjenda og hvort viðkomandi þurfi aðstoð til þess að teljast búa við húsnæðisöryggi. Tekju- og eignaviðmið eru meðal þeirra aðstæðna sem meta skal, þyngd framfærslu, íþyngjandi kostnaður vegna heilsufars og aðrar slíkar aðstæður. Ákvörðun um úthlutun er því matskennd þar sem viðmið um tekjur og eignir eru einn þeirra þátta sem vegin er ásamt öðrum. Útgefið viðmið um tekjur og eignir er því ekki endanlegur matskvarði við úthlutun félagslegra leiguíbúða.