Bæjarráð Fjallabyggðar

569. fundur 28. ágúst 2018 kl. 16:30 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Málefni jarðgangna Tröllaskaga

Málsnúmer 1808023Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn og Sævar Freyr Ingason aðstoðarvarðstjóri til þess að fara yfir umferðarstjórnun um jarðgöng á Tröllaskaga.
Bæjarráð ítrekaði enn og aftur mikilvægi umferðarstjórnunar þegar umferðarþungi er mikill. Aðilar voru sammála um að hafa samráð um umferðarstjórnun fyrir mestu umferðarhelgar á næsta ári.

Einnig var rætt um forvarnarfræðslu í Grunnskóla Fjallabyggðar mun það starf halda áfram eins og verið hefur. B
æjarráð þakkar góðar undirtektir Lögreglustjóra í málaflokknum.

2.Niðurstaða KPMG á greiningu á núverandi stöðu fasteigna í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 1803069Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar.

Lögð fram til kynningar niðurstaða úttektar KPMG á stöðu félagslegra íbúða hjá 20 sveitarfélögum, ásamt greiningu á stöðu félagslegra íbúða í Fjallabyggð. Einnig lagður fram ársreikningi íbúðasjóðs fyrir árið 2017 og minnisblaði bæjarstjóra frá 565. fundi bæjarráðs þann 23.07.2018.

Bæjarráð samþykkir að taka málið aftur upp þegar félagsmálanefnd hefur fjallað um málið.

3.Starfslýsing skipulags- og tæknifulltrúa

Málsnúmer 1808045Vakta málsnúmer

Á 568. fundi bæjarráðs þann 21.08.2018 samþykkti bæjaráð breytingu á starfsheiti tæknifulltrúa Fjallabyggðar ásamt starfslýsingu. Starfsheiti tæknifulltrúa eftir breytingu verður skipulags- og tæknifulltrúi.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun sína frá 568. fundi og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að uppfæra skipurit Fjallabyggðar í samræmi við breytingarnar.

4.Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807056Vakta málsnúmer

Þann 15. ágúst sl. óskaði Helena Aspelund, umsækjandi um stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Á 568. fundi bæjarráðs, 21.08.2018 óskaði bæjarráð eftir rökstuðingi frá bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir ráðningu Erlu Gunnlaugsdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lögð fram drög að rökstuðningi vegna ráðningu Erlu Gunnlaugsdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra félagsmáladeildar úrvinnslu málsins.

5.Erindi um launað leyfi í námslotum.

Málsnúmer 1808053Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Lilju Rósar Aradóttur, starfsmanns Leikskóla Fjallabyggar um launað leyfi á meðan á staðlotum og próf í námi til Med- prófs í menntunarfræðum á grunnskólastigi stendur. Einnig voru lagðar fram umsagnir leikskólastjóra og deildarstjóra fræðslu,- frístunda,- og menningarmála þar sem þær mæla með að bæjarráð verði við beiðninni enda samræmist hún 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi.
Bæjarráð samþykkir beiðni um launað námsleyfi samkvæmt 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi sem samþykktar voru í bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 22.06.2016.

6.Siglufjarðarflugvöllur

Málsnúmer 1709072Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Isavia dags. 21.08.2018 við erindi Fjallabyggðar frá 9. ágúst 2018 þar sem fram kemur að Isavia muni taka málið upp við Fjármálaráðuneytið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

7.Beiðni um afmáningu leigusamnings

Málsnúmer 1808052Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá fulltrúa Sýslumanns á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir athugasemdum frá Fjallabyggð innan 10 daga vegna fyrirhugaðar afmáningar leigusamnings Siglufjarðarkaupstaðar við Odd Oddson dags. 20.10.1930 vegna á leigu á jörðinni Sauðanes Engidalur L142269.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við afmáningu leigusamings á jörðinni Sauðanes Engidalur L142269.

8.Samráðsfundur Eyþings 7.september 2018

Málsnúmer 1808056Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi Sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum vegna samráðsfundar Eyþings sem haldinn verður á Akureyri 7. september nk.

Bæjarráð tilnefnir Gunnar I. Birgisson og Nönnu Árnadóttur sem fulltrúa Fjallabyggðar á fundinum.

9.Evrópsk ráðstefna í MTR um upplýsingatækni í kennslu 15. - 19. okt 2018

Málsnúmer 1808059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bjarney Leu Guðmundsdóttur verkefnastjóra ráðstefnunnar ecoMEDIAeurope sem haldin verður af Menntaskólanum á Tröllaskaga daganna 15. - 19. október 2018.

Þar sem óskað er eftir að aðkomu Fjallabyggðar í þátttöku starfsmanna Fjallabyggðar, móttöku fyrir þátttakendur og flytja stutt erindi um menningararfleið Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að senda 9 starfsmenn frá skólasamfélaginu í Fjallabyggð og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og bæjarstjóra að koma með tillögu til bæjarráðs varðandi móttöku gesta.

10.Fyrirspurn er varðar Siglufjarðarflugvöll

Málsnúmer 1808060Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Gunnari Smára Helgasyni fyrir hönd Trölla.is varðandi framkvæmdir, ábyrgð og rekstur Siglufjarðarflugvallar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

11.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 99

Málsnúmer 1808007FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 22. ágúst 2018 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 21. ágúst 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017.

    2018 Siglufjörður 10425 tonn í 1218 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 312 tonn í 352 löndunum.

    2017 Siglufjörður 6520 tonn í 1457 löndunum.
    2017 Ólafsfjörður 333 tonn í 420 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 569. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 22. ágúst 2018 Þegar dýpkað var við Bæjarbryggju 2016 urðu nokkrir toppar eftir og var því ekki hægt að gefa út dýptarkort í 9 metra heldur aðeins 8,5. Þetta hefur haft þau áhrif að einhver skemmtiferðaskip hafa ekki viljað leggja að bryggjunni. Nú stendur okkur til boða að fá Jan De Nuul sem sá um dýpkunina síðast til þess aðkoma og fjarlægja þessa toppa og fá í framhaldi útgefið dýptarkort niður á 9 metra. Kostnaðarskipting vegna dýpkunar er 60% Vegagerðin og 40% Fjallabyggðarhafnir.

    Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Jan De Nuul vegna dýpkunar við bæjarbryggju.
    Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 569. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 22. ágúst 2018 Lagt fram erindi frá Ragnari Ásmundssyni sem vinnur nú að verkefni fyrir Atvinnuþróunarfélögum Eyjafjarðar og Þingeyinga að útfæra vefsíðu.

    Erindið snýr að flokkun á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarhöfnum hvort flokka megi þær sem iðnaðarhafnir.

    Hafnarstjórn lítur erindið jákvæðum augum og vísar erindinu til Hafnarstjóra til úrvinnslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 569. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 22. ágúst 2018 Lagðar fram tekjutölur vegna komu skemmtiferðaskipa fyrir árið 2017 og 2018.

    Hafnarstjórn bendir á að auka þurfi sýnileika og kynningu á Fjallabyggðahöfnum á heimasíðu Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 569. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 22. ágúst 2018 Farið yfir rekstraryfirlit fyrir janúar til ágúst 2018.

    Rekstrarniðurstöður sýna að reksturinn er í jafnvægi miðað við fjárhagsáætlun 2018.

    Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 569. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:15.