Málefni jarðgangna Tröllaskaga

Málsnúmer 1808023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 567. fundur - 14.08.2018

Í ljósi þeirra umferðartafa og öngþveitis sem skapaðist hjá vegfarendum í Múlagöngum á sunnudag sl. þegar gestir Fiskidagsins mikla voru að fara til síns heima lýsir bæjarráð áhyggjum sínum af öryggi íbúa og gesta Fjallabyggðar Þegar slíkar aðstæður skapast. Má til dæmis benda á mikilvægi þess að neyðarþjónusta í forgangsakstri svo sem lögregla og sjúkrabílar þurfa að geta komist klakklaust leiðar sinna á dögum sem þessum, þegar umferðarþungi er mikill um göngin.
Lögreglan sinnti umferðarstjórnun á föstudegi og laugardegi og gekk umferð um göngin vel þá daga.

Bæjarráð samþykkir að boða lögreglustjóra á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 569. fundur - 28.08.2018

Á fund bæjarráðs mættu Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn og Sævar Freyr Ingason aðstoðarvarðstjóri til þess að fara yfir umferðarstjórnun um jarðgöng á Tröllaskaga.
Bæjarráð ítrekaði enn og aftur mikilvægi umferðarstjórnunar þegar umferðarþungi er mikill. Aðilar voru sammála um að hafa samráð um umferðarstjórnun fyrir mestu umferðarhelgar á næsta ári.

Einnig var rætt um forvarnarfræðslu í Grunnskóla Fjallabyggðar mun það starf halda áfram eins og verið hefur. B
æjarráð þakkar góðar undirtektir Lögreglustjóra í málaflokknum.