Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807056

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 10.08.2018

Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar sat undir þessum lið.

Lagðar fram umsóknir umsækjenda um starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Erla Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri sérkennslu.
Helena H. Aspelund, kennari.
Róbert Grétar Gunnarsson, starfsmaður Eimskips.

Allir aðilar voru metnir hæfir og voru öll boðuð í viðtal.

Bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeilar tóku starfsviðtöl við umsækjendur. Deilarstjóri félagsmáladeildar lagði fram tillögu um að Erla Gunnlaugsdóttir verði ráðin í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að farið verði að tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 567. fundur - 14.08.2018

Lagðar fram umsóknir umsækjanda um starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Eftirtaldir sóttu um starfið:
Erla Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri sérkennslu.
Helena H. Aspelund, kennari
Róbert Grétar Gunnarsson, starfsmaður Eimskips.

Umsækjendur voru öll metin hæf og voru boðuð í viðtöl. Bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar tóku starfsviðtöl við umsækjendur og var Erla Gunnlaugsdóttir metin hæfust.

Á 57. fundi Fræðslu- og frístundanefndar þann 9. ágúst sl. lagði deildarstjóri félagsmáladeildar fram tillögu um að Erla Gunnlaugsdóttir yrði ráðin í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að farið verði að tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmálanefndar í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að ráða Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar og bíður Erlu velkomna til starfa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 568. fundur - 21.08.2018

Lagður fram tölvupóstur, dags. 15. ágúst 2018, frá Helenu Aspelund umsækjanda um stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggar þar sem hún óskar eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmála að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 569. fundur - 28.08.2018

Þann 15. ágúst sl. óskaði Helena Aspelund, umsækjandi um stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Á 568. fundi bæjarráðs, 21.08.2018 óskaði bæjarráð eftir rökstuðingi frá bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir ráðningu Erlu Gunnlaugsdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lögð fram drög að rökstuðningi vegna ráðningu Erlu Gunnlaugsdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra félagsmáladeildar úrvinnslu málsins.