Bæjarráð Fjallabyggðar

558. fundur 29. maí 2018 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staðgreiðsla tímabils - 2018

Málsnúmer 1801014Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 28. maí 2018.
Innborganir nema 425.864.318 kr. sem er 137,6% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 407.710.476 kr.

2.Framkvæmdir og viðhald á mannvirkjum Fjallabyggðarhafna 2018

Málsnúmer 1804121Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í framkvæmdir við Roaldsbryggju - þybbuklæðning þann 22. maí sl.

Eftirfarandi tilboð bárust:

L7 ehf. - 7.490.000 kr.
Berg ehf. - 4.415.000 kr.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7.086.000 kr.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1802075Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1805063Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1710105Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

6.Ný persónuverndarlöggjöf

Málsnúmer 1709095Vakta málsnúmer

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf að upphæð kr. 4.500.000. Pacta lögmenn munu verða til ráðgjafar og aðstoðar við innleiðinguna.

Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra og vísar upphæðinni til viðauka nr.6 við fjárhagsáætlun 2018, við deild 21400 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Landsvæði fyrir styttu af landvætti

Málsnúmer 1710026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Guðbrandar Jónssonar. Guðbrandur krafðist umsagnar Fjallabyggðar vegna synjunar Ferðamálastofu Íslands um styrk vegna verkefnisins Landvætta Íslands í norður.

Ferðamálastofa Íslands hafnaði styrkumsókn Guðbrandar, þar sem ekki lá fyrir samþykki bæjarstjórnar vegna verkefnisins. Bæjarráð hafði tekið jákvætt í erindið og skipulags- og umhverfisnefnd óskað eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda um útlit styttunnar. Þær upplýsingar bárust ekki og því fékk málið ekki afgreiðslu í bæjarstjórn.

8.Endurnýjun á þaki Tónlistarskólans á Siglufirði

Málsnúmer 1804141Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í endurnýjun á þaki tónlistarskólans á Siglufirði þann 14. maí sl.

Aðeins eitt tilboð barst, frá L7 ehf. og var deildarstjóra tæknideildar falið að semja við verktakann.

Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra hefur samkomulag náðst.

9.Aldurstakmark barna og unglinga í líkamsræktir sveitarfélagsins.

Málsnúmer 1805081Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að aldurstakmark í líkamsræktir sveitarfélagsins verði lækkað niður í 12 ára með því skilyrði að börn og unglingar á aldrinum 12-15 ára séu í fylgd með þjálfara eða öðrum fullorðnum ábyrgðarmanni.

Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslu- og frístundanefndar og leggur til við bæjarstjórn að þessi aldurshópur falli undir gjaldskrárliðinn "tækjasalur - skóli, 60 ára , öryrkjar" í gjaldskrá íþróttamiðstöðvar.

10.Erindi frá Foreldrafélagi Leifturs

Málsnúmer 1805056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Foreldrafélagi Leifturs þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 1.100.000 kr. til þess að setja upp “ærslabelg" í Ólafsfirði.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna staðsetningar.

11.Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 1805078Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, þar sem vakin er athygli á því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um starfsemi sjóðsins. Athygli er vakin á því að umsókn um styrki á þessu ári skulu hafa borist Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eigi síðar en 1. júní nk.

Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra félagsmáladeildar.

12.Þyrluútsýnisflug við íþróttahúsið á Ólafsfirði á sjómannadaginn

Málsnúmer 1805086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Viking Heliskiing, þar sem óskað er eftir leyfi fyrir útsýnisflug frá túninu við íþróttahúsið í Ólafsfirði laugardaginn 2. júní n.k., kl. 15.00-17.00.

Bæjarráð samþykkir erindið.

13.Farþegagjald á skemmtiferðaskipum

Málsnúmer 1804128Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að farþegagjald á skemmtiferðaskipum hækki úr 1 evru í 1,25 evru og að hækkunin taki gildi 1. janúar 2019.

Bæjarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar.

14.Fundargerður ALMEY - 2018

Málsnúmer 1805075Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi Almannavarnanefndar Eyjafjarðar sem haldinn var 15. maí sl.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 55. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 97. fundar hafnarstjórnar, 44. fundur yfirkjörstjórnar, 34. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði og 34. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði.

Fundi slitið - kl. 13:00.