Aldurstakmark barna og unglinga í líkamsræktir sveitarfélagsins.

Málsnúmer 1805081

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 55. fundur - 23.05.2018

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að aldurstakmark í líkamsræktir sveitarfélagsins verði lækkað niður í 12 ára með því skilyrði að börn og unglingar á aldrinum 12 - 15 ára séu í fylgd með þjálfara eða öðrum fullorðnum ábyrgðarmanni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29.05.2018

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að aldurstakmark í líkamsræktir sveitarfélagsins verði lækkað niður í 12 ára með því skilyrði að börn og unglingar á aldrinum 12-15 ára séu í fylgd með þjálfara eða öðrum fullorðnum ábyrgðarmanni.

Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslu- og frístundanefndar og leggur til við bæjarstjórn að þessi aldurshópur falli undir gjaldskrárliðinn "tækjasalur - skóli, 60 ára , öryrkjar" í gjaldskrá íþróttamiðstöðvar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 02.10.2018

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Forstöðumaður leggur til að aldurstakmörkun í líkamsræktina verði skýrari í reglunum þannig að við upphaf 9.bekkjar sé nemendum heimilt að fara án ábyrgðarmanns í líkamsræktir sveitarfélagsins. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingu á reglum.