Ný persónuverndarlöggjöf

Málsnúmer 1709095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 03.10.2017

Lagt fram til kynningar upplýsingar vegna gerðar nýrrar persónuverndarlöggjafar. Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur að gerð minnisblaðs sem sent verður til allra sveitarfélaga til að kynna helstu breytingar og auðvelda undirbúning á innleiðingu nýrrar löggjafar.

Einnig lagt fram til kynningar erindi frá Þekkingu þar sem kynnt er aðstoð við innleiðingu löggjafarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 546. fundur - 13.03.2018

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf. Meðfylgjandi er fundargerð fundar lögfræðingahóps um persónuvernd sem haldinn var 23. febrúar sl., og form að vinnslusamningi sem hægt er að nota sem fyrirmynd.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að stofna teymi til að undirbúa innleiðingu á nýrri löggjöf í stjórnsýslu Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29.05.2018

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf að upphæð kr. 4.500.000. Pacta lögmenn munu verða til ráðgjafar og aðstoðar við innleiðinguna.

Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra og vísar upphæðinni til viðauka nr.6 við fjárhagsáætlun 2018, við deild 21400 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.