Erindi frá Foreldrafélagi Leifturs

Málsnúmer 1805056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 558. fundur - 29.05.2018

Tekið fyrir erindi frá Foreldrafélagi Leifturs þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 1.100.000 kr. til þess að setja upp “ærslabelg" í Ólafsfirði.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna staðsetningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 05.06.2018

Á síðasta fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Foreldrafélagi Leifturs þar sem óskað var eftir styrk að upphæð 1.100.000 kr. vegna kaupa á ærslabelg sem staðsettur yrði í Ólafsfirði. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar staðsetningar.
Í umsögn deildarstjóra eru tvær staðsetningar mögulegar og leggur hann til að ærslabelgurinn verði staðsettur við íþróttamiðstöðina.

Bæjarráð þakkar framtakið og samþykkir að veita styrk til kaupa á ærslabelgnum og felur deildarstjóra afgreiðslu málsins. Kostnaður færist á liðinn “Ýmis smáverk á framkvæmdaráætlun" í fjárhagsáætlun 2018.