Bæjarráð Fjallabyggðar

716. fundur 28. október 2021 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Starf tæknifulltrúa, afleysing

Málsnúmer 2106036Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 20. október 2021, í minnisblaðinu kemur fram að leitað hafi verið tilboða þriggja aðila í tilfallandi skipulagsvinnu (tímavinna) á meðan skipulagsfulltrúi er í fæðingarorlofi. Í minnisblaðinu leggur deildarstjóri til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar þess efnis að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Teiknistofu Arkitekta.

2.Skrá yfir störf sem verkfall nær ekki til.

Málsnúmer 2110072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.01.2019 þar sem sveitarfélög eru minnt á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í nýsamþykktum lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.
Bæjarráð samþykkir framlagða óbreytta lista sem birtir voru í b-deild Stjórnartíðinda annarsvegar 2. febrúar 2015 nr. 104 og hinsvegar 29. janúar 2019 nr. 1371.

3.Fjárhagsáætlun 2022 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2109055Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir rammaáætlun vegna komandi rekstrarárs og forsendur sem að baki henni liggja.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða rammaáætlun og felur bæjarstjóra að láta vinna tillögur að gjaldskrárbreytingum byggðar á framlögðum forsendum.

4.Tilboð í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði 2021

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 26. október 2021. Í minnisblaðinu leggur deildarstjóri til við bæjarráð að öllum tilboðum sem bárust í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla 2021-2024, sem opnuð voru þann 11. október sl., og kynnt á fundi bæjarráðs þann 14. október sl., verði hafnað og útboð í verkið auglýst að nýju. Tillaga um höfnun tilboða byggir á því að í ljós hefur komið að ágalli var á framkvæmd útboðsins. Fyrir liggur að virði umrædds ræstingarsamnings, með mögulegri framlengingu um tvö ár, er mun meira en viðmiðunarfjárhæð útboðsskyldu samkvæmt ákvæðum laga um opinber innkaup og bar því að auglýsa útboðið á landsvísu á útboðsvef, samanber ákvæði reglugerðar nr. 1313/2020.
Einnig er lagt fram minnisblað lögmanns sveitarfélagsins dags. 25. október.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla. Einnig samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að hefja undirbúning nýs útboðs vegna ræstinga í leikskólum Fjallabyggðar á þeim forsendum sem fram koma í framlögðu minnisblaði.

5.Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088 - 2012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Málsnúmer 2110035Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar umsögn bæjarstjóra sem óskað var eftir á 714. fundi bæjarráðs.
Lagt fram

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2109025Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Lagt fram

7.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2110011Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsögn bæjarstjóra dags. 26. október 2021. Í umsögn sinni leggur bæjarstjóri til að Fjallabyggð taki með jákvæðum hætti í erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þ.e. að Fjallabyggð taki þátt í samtali um að sveitarfélög setji á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni. Markmið mögulegrar húsnæðissjálfseignarstofnunar verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu bæjarstjóra og felur honum að vinna málið áfram.

8.Tækifæri að bættu aðgengi.

Málsnúmer 2110083Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Guðjóns Sigurðssonar dags. 20. október 2021, efni erindisins er að kynna fyrir sveitarfélaginu verkefnið „Aðgengi að lífinu“ ásamt að óska eftir samtali við sveitarfélagið vegna aðgengismála fatlaðra. Einnig er í erindinu bent á möguleika sveitarfélaga til að sækja um styrk í fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ræða við Guðjón og í framhaldi að semja umsögn vegna málsins. Í umsögn skal koma fram hver helstu tækifæri til úrbóta eru, áætlaður kostnaður við úrbætur og hvernig þær falla að tilvitnaðri reglugerð um fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Umsögn skal lögð fyrir fund bæjarráðs 11. nóvember n.k.

9.Umsókn um styrk

Málsnúmer 2110092Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Gísla Marteins Baldvinssonar dags. 22. október 2021, efni erindis er að óska eftir 100.000 kr. styrks vegna keppnisferðar til Finnlands þar sem keppt verður í blaki.
Synjað
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

10.Skilgreining á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar.- bókun bæjarstjórnar Akureyrar

Málsnúmer 2110086Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 19. október 2021.
Lagt fram

11.Ágóðahlutagreiðsla 2021

Málsnúmer 2110093Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 22. október 2021.
Lagt fram

12.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð 28. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar dags. 21. október 2021.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:45.