Skrá yfir störf sem verkfall nær ekki til.

Málsnúmer 2110072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 716. fundur - 28.10.2021

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.01.2019 þar sem sveitarfélög eru minnt á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í nýsamþykktum lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.
Bæjarráð samþykkir framlagða óbreytta lista sem birtir voru í b-deild Stjórnartíðinda annarsvegar 2. febrúar 2015 nr. 104 og hinsvegar 29. janúar 2019 nr. 1371.