Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2110011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 713. fundur - 07.10.2021

Lagt fram erindi Karls Björnssonar fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. september 2021.

Hugmynd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (sbr. meðf. minnisblöð og gögn) er hér með send til sveitarfélaga á landsbyggðinni og landshlutasamtaka þeirra.

Í samræmi við bókun stjórnar sambandsins er óskað eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana
fyrir lok október.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra um málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 716. fundur - 28.10.2021

Lögð er fram umsögn bæjarstjóra dags. 26. október 2021. Í umsögn sinni leggur bæjarstjóri til að Fjallabyggð taki með jákvæðum hætti í erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þ.e. að Fjallabyggð taki þátt í samtali um að sveitarfélög setji á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni. Markmið mögulegrar húsnæðissjálfseignarstofnunar verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu bæjarstjóra og felur honum að vinna málið áfram.