Starf tæknifulltrúa, afleysing

Málsnúmer 2106036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 700. fundur - 15.06.2021

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 11.06.2021, þar sem fram kemur að engar umsóknir bárust í tímabundna afleysingu í starf tæknifulltrúa frá 1. ágúst nk. til eins árs.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra að auglýsa starfið að nýju.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 704. fundur - 22.07.2021

Lagt er fram vinnuskjal deildarstóra tæknideildar, í vinnuskjalinu kemur fram að enginn hafi sótt um tímabundna ráðningu skipulags- og tæknifulltrúa og leggur deildarstjóri til að samið verði við Teiknistofu arkitekta um að taka tímabundið að sér að vinna skipulagsvinnu og tengd verkefni á meðan skipulags- og tæknifulltrúi er í fæðingarorlofi.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra að óska tilboða þriggja aðila í umrædda vinnu (tímagjald) og leggja niðurstöður fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 716. fundur - 28.10.2021

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 20. október 2021, í minnisblaðinu kemur fram að leitað hafi verið tilboða þriggja aðila í tilfallandi skipulagsvinnu (tímavinna) á meðan skipulagsfulltrúi er í fæðingarorlofi. Í minnisblaðinu leggur deildarstjóri til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar þess efnis að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Teiknistofu Arkitekta.