Persónuvernd

Persónuvernd

Fjallabyggð er umhugað um persónuvernd í starfsemi sinni og leggur áherslu á lögmæta, sanngjarn og gagnsæja meðferð persónuupplýsinga. Sveitarfélagið vinnur eftir lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2019 Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018

Persónuverndarstefna

Fjallabyggð hefur sett sér persónuverndarstefnu og var hún samþykkt í bæjarstjórn þann 23. janúar 2019.

Í stefnunni má finna upplýsingar um stefnu sveitarfélagsins varðandi persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga svo sem söfnun þeirra, varðveislu og öryggi. Sveitarfélagið mun auk þess leitast við að veita þeim einstaklingum sem unnið er með persónuupplýsingar um nánari fræðslu um þá vinnslu sem sveitarfélagið hefur með höndum hverju sinni, eftir því sem við á.

Persónuverndarfulltrúi

Persónuverndarfulltrúi Fjallabyggðar er Ásgeir Örn Blöndal hjá lögmannsstofunni Pacta www.pacta.is. Einstaklingar sem óska upplýsinga um vinnslu persónuupplýsinga hjá sveitarfélaginu sem og leiðbeiningar um hvernig þeir geta neytt réttar síns samkvæmt ákvæðum laganna, geta beint erindum sínum til persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins á netfangið personuvernd[at]fjallabyggd.is eða í síma 464-9100.

Persónuverndarstefna Fjallabyggðar