Lög um stjórnsýslu og sveitarfélög

Stjórnsýsla sveitarfélaga

Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 fela í sér meginreglur um stjórnsýslu sveitarfélaga. Stjórnsýsla einstakra sveitarfélaga er síðan útfærð nánar í sérstökum samþykktum. Sveitarstjórnum ber einnig að setja sér reglur um ýmis málefni, svo sem siðareglur, reglur um opinber innkaup, skólastefnu, jafnréttisáætlanir og margt fleira. Jafnframt er sveitarstjórnum heimilt að setja sér nánari reglur um einstök málefni.

Önnur lög eru til fyllingar á ákvæðum sveitarstjórnarlaga um stjórnsýslu sveitarfélaga og má þar einkum nefna stjórnsýslulög nr. 37/1993 , upplýsingalög nr. 140/2012 og lög nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þá eru ákvæði um stjórnsýslu einstakra málaflokka í lögum sem um þá gilda, m.a. lög nr. 91/2008, um grunnskóla og lög nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Erindisbréf nefnda, stjórna og ráða

Erindisbréf bæjarráðs
Erindisbréf félagsmálanefndar
Erindisbréf markaðs- og menningarnefndar
Erindisbréf fræðslu- og frístundanefndar
Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar
Erindisbréf hafnarstjórnar
Erindisbréf stjórnar Hornbrekku
Erindisbréf öldungaráðs Fjallabyggðar