Síður stofnana Fjallabyggðar

Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar - Gránugötu 24 Siglufirði

Opnunartímar eru:

Mánudaga – fimmtudaga
Afgreiðsla: Frá kl. 9:30 – 15.00
Skiptiborð: Frá kl. 8:00 – 15:00

Föstudaga
Afgreiðsla: Frá kl. 8:30 – 14:00
Skiptiborð: Frá kl. 8:00 – 14:00

Íbúar eru eindregið hvattir til þess að kynna sér og nota rafræna þjónustu bæjarfélagsins eftir því sem hægt er.

Á heimasíðu Fjallabyggðar má nálgast helstu upplýsingar um þjónustu,  gjaldskrár, umsóknir ásamt netföngum starfsmanna.

Starfsmenn bæjarskrifstofu - bein símanúmer og netföng

 Stofnanir Fjallabyggðar eru eftirfarandi:

 Bóka- og héraðsskjalasafn

Heimasíða bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar 


Gránugötu 24 Siglufirði  og  Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði.


Opnunartími frá 4. júní - 15. ágúst

Opið virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.

Á Siglufirði er opið frá kl. 10:00 - 14:00 á laugardögum 

LOKAÐ um helgar í ÓLAFSFIRÐI

Opnunartími frá 16. ágúst - 3. september

Opið virka daga frá kl. 13:00 - 17:00

LOKAÐ um helgar

info@fjallabyggd.is   tel: +354 464 9120 - +354 467 1555 

Siglufjörður 464 9120  Ólafsfjörður 464 9215

Heimsíða bóksafnsins

 Félagsmiðstöðin Neon

Félagsmiðstöðin í Fjallabyggð heitir Neon.

Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála hefur yfirumsjón með starfi hennar en að jafnaði eru starfsmenn sem sjá um daglegt starf. 

Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða börnum og unglingum í Fjallabyggð upp á tómstundir og félagslegt umhverfi á sínum eigin forsendum.

Félagsmiðstöðin er staðsett að Suðurgötu 4 á Siglufirði.

Að jafnaði er opið 2 kvöld í viku fyrir 8.-10. bekkinga.

Fjallabyggðarhafnir

Gjaldskrá Hafnarsjóðs 2023    Hafnarreglugerð Port of Siglufjörður - heimasíða

Hafnir Fjallabyggðar eru tvær,  Ólafsfjarðarhöfn og Siglufjarðarhöfn.

Stærð og takmörk hafnarsvæðis fyrir Ólafsfjarðarhöfn eru eftirfarandi: 
Á sjó: Innan línu sem hugsast dregin frá Hrafnavogum að vestan í svonefnda Ófærugjá að austan.
Á landi: Í samræmi við aðalskipulag fyrir Fjallabyggð á hverjum tíma.

Stærð og takmörk hafnarsvæðis fyrir Siglufjarðarhöfn eru eftirfarandi:
Á sjó: Hafnarsvæði Siglufjarðarhafnar takmarkast af Siglunestá að austan í Djúpavog að vestan.
Á landi: Í samræmi við aðalskipulag fyrir Fjallabyggð á hverjum tíma.

Landsvæði hafnanna skiptast í:

 1. Hafnarbakka og bryggjur.
 2. Farmstöðvar og önnur afgreiðslusvæði.
 3. Götur.
 4. Lóðir, iðnaðar- og baksvæði.

 Vaktsími Fjallabyggðarhafna 852-2177 
Tölvupóstfang: hofn@fjallabyggd.is
Yfirhafnarvörður Friðþjófur Jónsson: Sími 861-8839

Hafnarvogin Gránugötu 5 b,  Siglufirði sími  464-9177. Hafnarvogin Námuvegi 1, Ólafsfirði sími  466-2184

Hafnarstjóri: Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri
Netfang: sigga[at]fjallabyggd.is

Opnunartími Hafnavoga:

Hafnarvogin Siglufirði:
Á tímabilinu 1. september – 31. ágúst frá kl. 08:00-17:00 virka daga.
Hafnarvogin Ólafsfirði:
Á tímabilinu 1. september - 31. ágúst frá kl. 08.00-17.00 virka daga.

Fyrir þjónustu hafnarvarða utan opnunartíma greiðist yfirvinna. 

Síða Fjallabyggðahafna

Grunnskóli Fjallabyggðar 

Skóladagatal Fræðslustefna  Stefnur og áætlanir  Heimasíða Gjaldskrá 2023 Matseðill 

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja. 

Nýr grunnskóli í Fjallabyggð tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Í Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.

Sími skólahússins á Siglufirði er 464 9150 og í Ólafsfirði 464 9220

Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu skólans.

Gámasvæði Fjallabyggðar

Sorphirða dagatal 2023 Gjaldskrá 2023Klippikort bæklingur (pdf)

SorphirðuhandbókinFlokkunarhandbókin 

Reglur um notkun íláta úr plasti Samþykkt um meðhöldun úrgangs 

Þann 1. desember 2009 hófst flokkun sorps á heimilum í Fjallabyggð. Markmiðið með flokkuninni er að uppfylla kröfur um úrbætur í umhverfismálum og bæta þjónustu við íbúa. Öll heimili munu flokka í þrjár tunnur, almennt sorp fer í gráa tunnu, endurvinnanlegt sorp í græna tunnu og lífrænt sorp í brúna tunnu. Lífræna sorpið verður jarðgert og endurvinnsla verður stóraukin. Áætlun er að urðun verði framvegis einungis þriðjungur af því sem áður var.

Opnunartími gámasvæða er alla virka daga milli kl. 15:00 - 18:00 og á laugardögum milli kl. 11:00 - 13:00

Gámasvæðin eru staðsett:

Ólafsfjörður:
Námuvegur 3

Flöskumóttaka Skíðafélags Ólafsfjaðar Pálsbergsgötu 1 (aftan við Ísfell)
Opnunartími þriðjudaga frá kl. 17:30-18:30

Siglufjörður:
Við Ránargötu 

Flöskumótakan á Siglufirði á gámasvæði við Ránargötu

Opnunartími mánudaga frá 15:45-17:45

Frekari upplýsingar

Heimilið Lindargötu 2

Heimilið að Lindargötu 2 Siglufirði er búsetukjarni fatlaðra.
Sími: 467 1217

Forstöðumaður: 
Bryndís Hafþórsdóttir
Netfang: bryndis@fjallabyggd.is

Hornbrekka - hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra

Hornbrekka er heimili fyrir þá sem hafa mat Færni og- heilsunefndar á þörf fyrir búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými. Í dag búa á Hornbrekku 21 einstaklingar í hjúkrunarrými og 5 í dvalarrými.

Markmið og stefna Hornbrekku er að er að tryggja íbúum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins. Að veita bestu mögulegu þjónustu með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa. Íbúar heimilisins eru mismunandi og hafa mismunandi þarfir, starfsfólk leggur sig fram við að viðhalda og/eða bæta líkamlega, andlega og félagslega færni, efla og styðja sjálfræði og sjálfsbjörg við athafnir daglegs lífs og auka lífsgæði við breyttar aðstæður. 

Á Hornbrekku starfa um 40 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ófaglærðir, sjúkraþjálfari og matráður sem vinna allir með markmið Hornbrekku að leiðarljós.

Í Handbók fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir íbúa hjúkrunarheimila er teknar saman hagnýtar upplýsingar og reglur varðandi málefni íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum.

Handbók Hornbrekku

Forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri Hornbrekku er Birna Sigurveig Björnsdóttir, netfang:  birna@hornbrekka.is

Iðja - Dagvist

Iðja/dagvist í Fjallabyggð veitir fólki þjálfun, umönnun og afþreytingu og vinnu við létt verkefni sem vegna fötlunar sinnar þurfa sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Iðja/dagvist starfar eftir lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 og notendur eru eldri en 18 ára. Með þjálfun og hæfingu er dregið úr áhrifum fötlunar og færni til þátttöku í daglegu lífi aukin.

Markmið Iðjunnar er að auka og/eða viðhalda færni og hæfni einstaklingsins, efla sjálfstraust, sjálfsvirðingu og sjálfsmynd hans. Í Iðju/dagvist njótum við augnabliksins, upplifum tilhlökkun, vellíðan og öryggi ásamt því að efla sköpunargleði okkar.

Iðja/dagvist á Siglufirði var opnuð 2. febrúar 2002 í húsnæði Sjálfsbjargar við Vetrarbraut, síðan lá leiðin í Norðurgötu 14, þaðan að Suðurgötu 2 og svo 1. apríl 2011 flutti Iðjan í stórt og gott húsnæði að Aðalgötu 7 Siglufirði. Stöðugildi Iðjunnar var í byrjun 50% en er nú þrjú 100 % stöðugildi. Frá byrjun hafa 16 einstaklingar nýtt sér iðjuna en nú eru 12 sem nýta sér þjónustuna. Vinnuverkefni hafa verið nokkur sem dæmi pökkun á tvisti fyrir Olís, verkefni fyrir clikkon á Sauðárkróki, pökkun á skrúfum fyrir Byko, við höfum líka aðstoðað einstaklinga við skúringar en þessi verkefni heyra sögunni til. Í dag erum við að pakka og bera út bæjarglaðið HELLUNA í Fjallabyggð, einnig berum við út sjónvarpsdagskrána í tvö hverfi. Einn einstaklingur er í atvinnu með stuðning í 30% starfi og annar vinnur 50% starf í póstinum með eftirfylgd frá iðjunni.

Í iðjunni er unnið handverk sem hefur verið selt hér á staðnum. Þar má nefna allskonar trévöru, gluggahlera, túlípana, dagatöl, jólatré í ýmsum gerðum, epli, stjörnur, kisur og fleira. Þæfðar töskur, grjónapunga, hárhandklæði, prjónavörur, kortagerð, jólamerkisspjöld og friðarkerti eru framleidd fyrir hver jól sem eru svo seld hér í Siglufirði.

Í afþreyingu eru hefðbundin verkefni svo sem spila, púsla, tölva, gönguferðir. Einnig er farið í sundleikfimi einu sinni í viku yfir vetrartímann. Elías Þorvalds hefur kennt okkur söng í nokkrar annir í gegnum farskólann, við höfum verið í matreiðslu og jólaföndri í sama skóla.

Hér er unnið frá kl. 9:00-15:20 og eru allir velkomnir.  

Sundlaugar og íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Gjaldskrá  2023   Gjaldskrá - viðauki   Opnunartími 

Tarrif 2023  Opening hours

 Í Fjallabyggð er öflugt íþróttastarf. Íþróttamiðstöðvar eru í báðum byggðakjörnum, í Ólafsfirði er útisundlaug og líkamsrækt. Á Siglufirði er inni sundlaug og líkamsrækt

Opnunartími Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar verður með öðru sniði á uppstigningardag, 2. í hvítasunnu og vegna starfsdags starfsfólks íþróttamiðstöðva. Opnunartími þessa daga í maí verður því eftirfarandi:

Sundhöllin á Siglufirði, 

Hvanneyrarbraut 52
Sími: 464 9170 / 857 5911

Sundhöllin á Siglufirði er innilaug  10 x 25 metrar.  Á útisvæði er stór pottur með nuddi, kalt kar og sauna.

ATH! Sölu ofan í laugarnar lýkur 15 mínútum fyrir lokun. 

Staðsetning sundlaugar á korti

Sundlaugin í Ólafsfirði

Tjarnarstíg 1
Sími: 464 9250 / 857 5911

Á Ólafsfirði er úti sundlaug 8x25m, tveir heitir pottar annar 38° og hinn 40°  og er 38° potturinn með nuddi.  Sauna og kalt kar. Einnig er góð aðstaða fyrir barnafólk og hægt að velja að fara í fosslaugina og barnalaugina og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol.

ATH! Sölu ofan í laugarnar lýkur 15 mínútum fyrir lokun. 

Staðsetning sundlaugar á korti

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Á Siglufirði er fjölnota íþróttasalur, tækjasalur.  
Í Ólafsfirði er löglegt íþróttahús og ágætis tækjasalur. 

 

Vetrar opnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar gildir frá 3. september

FORSTÖÐUMAÐUR ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐVA FJALLABYGGÐAR

Skarphéðinn Þórsson

 

Leikskólar Fjallabyggðar

 Gjaldskrá 2023 Skólanámskrá ForeldrahandbókVefsíða leikskólanna

Leikskólinn er fyrsta skólastigið (stig skólakerfisins) og upphaf skólagöngu barna (formlegrar menntunar einstaklinga.)   

Leikskólar starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008,  reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 655/2009  og aðalnámskrá leikskóla útgefinni af mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2011.

Leikskóli Fjallabyggðar er opinn frá kl 7:45 - 16:15 alla virka daga.

Leikskólar í Fjallabyggð eru tveir:

Leikskólinn Leikskálar

Leikskólinn Leikskálar var tekinn í notkun haustið 1993. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikhólum á Ólafsfirði frá árinu 2010. Í leikskólanum eru 81 barn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru fimm, Nautaskál, Hvanneyrarskál, Skollaskál, Selskál og Núpaskál

Leikskálar eru til húsa að:  

Brekkugötu 2, Siglufirði
Sími 464-9145

Leikskólinn Leikhólar

Leikskólinn Leikhólar var stofnaður 1982. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikskálum á Siglufirði. Í leikskólanum eru 44 börn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru þrjár, Álfhóll, Hulduhóll og Tröllahóll.

Leikhólar eru til húsa að:  

Ólafsvegi 25, Ólafsfirði
Sími 464-9240

Námskrá 2021  Viðbragðsáætlun  Jafnréttisáætlun 

Menningarhúsið Tjarnarborg


 Gjaldskrá 2023 Facebook síða Tjarnarborgar  Myndir úr Tjarnarborg

Menningarhúsið Tjarnarborg er til húsa að Aðalgötu 13, Ólafsfirði.  Sími: 466 2188 /  853-8020

Í Menningarhúsinu fer fram fjölbreytt menningarstarfsemi allt árið um kring. Hægt er að fá húsið leigt undir fundi, ráðstefnur, veisluhöld og hina ýmsu mannfagnaði.

Slökkvilið Fjallabyggðar

Neyðarlínan 112

Gjaldskrá 2023 (pdf) Gjaldskrá slökkvitækjaþjónusta (pdf)

Brunavarnaráætlun 2022-2026Skoðunaráætlun eldvarnareftirlits 2023

Slökkvilið Fjallabyggðar skiptist í tvær einingar. Önnur er á Ólafsfirði og hin á Siglufirði. Samtals starfa tæplega fjörutíu slökkviliðsmenn í liðinu í hlutastarfi utan slökkviliðsstjóra sem er í 100% starfshlutfalli.

Slökkvilið Fjallabyggðar varð til með sameiningu Slökkviliðs Siglufjarðarkaupsstaðar og Slökkviliðs Ólafsfjarðarbæjar árið 2007.

Slökkvilið Fjallabyggðar starfar eftir lögum um brunavarnir nr. 75/2000 og reglugerð 747/2018. Lögbundin verkefni slökkviliða eru vatnsöflun og slökkvistarf utanhúss, slökkvistarf innanhúss og reykköfun, viðbrögð við mengunar- og eiturefnaslysum, eiturefnaköfun, björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum, eldvarnaeftirlit og forvarnir, þ.m.t. eftirlit með einkabrunavörnum, sbr. reglugerð um eld­varnir og eldvarnaeftirlit. Slökkviliðið er einnig mikilvægur liður í almannavarnarkerfi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Markmið slökkviliðsins er að bjarga mannslífum, eignum og umhverfi.

Hlutastarfandi slökkviliðsmenn sinna starfinu á æfingu, í námi og í útköllum.

Slökkvilið Fjallabyggðar annast forvarnarstarf og eldvarnareftirlit í sínu umdæmi og sinnir einnig slökkvitækjaþjónustu.

Hér má finna forvarnar- og fræðsluefni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS):

Eldklár – brunavarnaátak HMS  Eigið eldvarnareftirlit

Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar er Jóhann K. Jóhannsson. Sími: 860 0092. Netfang: johann@fjallabyggd.is / slokkvilid@fjallabyggd.is

Varaslökkviliðsstjóri er Þormóður Sigurðsson. Sími: 864 0898. Netfang: modis@simnet.is

Facebooksíða slökkviliðs Fjallabyggðar

 

Skálarhlíð

Í Skálarhlíð er dagþjónusta aldraðra sem nýtist íbúum vel. Þar er boðið upp á morgunmat milli kl. 09:00 - 10:00, hádegismat kl. 12:00 og kaffi alla virka daga kl. 14:30. 

Íbúar geta fengið heimilshjálp og heimahjúkrun.

Dagþjónustan er opin alla virka daga á milli kl. 09:00 - 15:00. 

Íbúar geta fengið tengdan neyðarhnapp.

Í Skálarhlíð eru 29 íbúðir. 10 stórar íbúðir og 19 litlar. Stærri íbúðirnar eru um 58 fm. minni íbúðirnar eru um 20 fm. og 28 fm. Íbúðunum fylgja geymslur sem eru 6 - 8 fm.  Einnig er ein íbúð sem er 43 fm.

Í húsinu er sameiginlegt þvotthús. Efnalaugin Lind er með mjög góða þjónustu fyrir þá sem vilja koma og sækja þvott 1 sinni í viku og koma með hreinan þvott 1 sinni í viku.

Dagvist aldraðra

Dagvist aldraðra er til húsa í Skálarhlíð. Það sem er í boði er eftirtalið;

Fönduraðstaða opin fyrir þá sem vilja nýta sér aðstöðuna klukkan 13:00 alla virka daga.

Markmið með starfinu er að:

 • rjúfa félagslega einangrun og efla þátttöku daglegra athafna.
 • bjóða upp á þjónustu sem auðveldar fólki að búa sem lengst heima.
 • hafa notalegt umhverfi þannig að starfsfólk og gestir geti í sameiningu mótað starfsemina.
 • hver dagur verði góður og ánægjulegur.

Fjöldi mynda hafa verið teknir af starfinu úr dagvistinni og má sjá þær allar með því að smella hér.

Sími forstöðumanns: 467-1147
Gsm: 898-1147

 

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga

 

Frá og með haustinu 2016 hafa sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð gert samning til þriggja ára um sameiginlegan rekstur tónlistarskóla fyrir bæði sveitarfélögin undir heitinu Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.

Samkvæmt samningnum er markmið tónlistarskólans að efla tónlistarþekkingu og iðkun tónlistar, auk þess að stuðla að eflingu tónlistarlífs í aðildarsveitarfélögunum. Þessum markmiðum hyggst skólinn ná meðal annars með því að:

 • Annast kennslu í hljóðfæraleik og söng ásamt kennslu í öðrum tónlistargreinum sem gert er ráð fyrir í aðalnámskrá tónlistarskóla.
 • Bjóða upp á kennslu í sem flestum greinum tónlistar, þar sem börnum jafnt sem fullorðnum gefst kostur á að stunda tónlistarnám eftir því sem aðstæður leyfa.
 • Búa nemendum fjölbreytt skilyrði til að þroska tónlistarhæfileika sína og sköpunargáfu.
 • Leggja áherslu á félagslegt gildi tónlistariðkunar með þátttöku nemenda í samleik og hljómsveitarstarfi.
 • Búa nemendur undir framhaldsnám í tónlist.
 • Styðja kennara skólans til tónleikahalds.

Stefnt er að því að öllum nemendum í 1. – 10. bekk grunnskóla sveitarfélaganna verði gefinn kostur á að stunda tónlistarnám sitt sem hluta af samfelldum skóladegi.

Skólanefnd er skipuð fimm fulltrúum og skiptast þeir á milli sveitarfélaganna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.

Skólastjóri skólans er Magnús G. Ólafsson.

Símar á skrifstofu skólans: 

 • Dalvík 460-4990 
 • Ólafsfirði 464-9210
 • Siglufirði 464-9130
Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu tónlistarskólans á slóðinni: http://www.tat.is/

Upplýsingamiðstöð ferðamanna 

 

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Fjallabyggð Gránugötu 24 Siglufirði  og  Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði.


Opnunartími frá 4. júní - 15. ágúst

Opið virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.

Á Siglufirði er opið frá kl. 10:00 - 14:00 á laugardögum 

LOKAÐ um helgar í ÓLAFSFIRÐI

Opnunartími frá 16. ágúst - 3. september

Opið virka daga frá kl. 13:00 - 17:00

LOKAÐ um helgar

Bókasöfnin verða opin á sama tíma!

info@fjallabyggd.is   tel: +354 464 9120 - +354 467 1555

Siglufjörður 464 9120  Ólafsfjörður 464 9215

Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar 

Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar er með aðsetur við Lækjargötu 14 Siglufirði og við Námuveg Ólafsfirði.

Sími: 464-9140 / 466-2460. GSM-númer bæjarverkstjóra; 893-1467 

Netfang: ah@fjallabyggd.is

 Gjaldskrá 2023

Aðrar upplýsingar: Þjónustumiðstöðin sér um alla almenna þjónustu við íbúa bæjarins, s.s. viðhald á fasteignum og tækjum bæjarins, snjóruðning, hreinsunarátak og fjölmargt fleira. Hægt er að panta sorptunnur hjá þjónustumiðstöðinni.

Bæjarverkstjóri er Birgir Ingimarsson.

Helstu verkefni

Sími Þjónustumiðstöðvarinnar er 893 1467