Fréttir & tilkynningar

Samfés - Ronja Helgadóttir keppir fyrir hönd Neons

Söngkeppni Samfés 2020 hefst á föstudaginn kl.17:00 en þá verða öll atriðin aðgengileg á ungruv.is. Félagsmiðstöðin Neon á fulltrúa í keppninni en það er Ronja Helgadóttir sem keppir fyrir hönd Neons og flytur lagið Russian Roulette með Rihanna.
Lesa meira

Opnunartími íþróttamiðstöðva á uppstigningardag og hvítasunnu

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar auglýsa opnun uppstigningardag 21. maí og hvítasunnuhelgina 31. maí og 1. júní.
Lesa meira

Sundlaugar Fjallabyggðar opnar á ný

Sundlaugar Fjallabyggðar hafa verið opnaðar á ný. Opnun lauganna er þó háð þeim takmörkunum að aðeins mega 50 manns vera á laugarsvæði hverrar laugar hverju sinni. Gestir eru benir að virða tveggja metra relguna í afgreiðslu og í búningsklefum og velja skápa og snaga eftir því. Engar hárþurrkur verða í boði á meðan þetta ástand varir.
Lesa meira

Lokað fyrir kalt neysluvatn á Siglufirði þriðjudaginn 19. maí kl. 22:00 og fram eftir nóttu

Loka þarf fyrir kalt neysluvatn á Siglufirði þriðjudaginn 19. maí kl. 22:00 og fram eftir nóttu vegna viðhaldsvinnu við veituna.
Lesa meira

185. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

185. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 20. maí 2020 kl. 17.00
Lesa meira

Námskeið í skapandi skrifum fyrir miðstig

Dagana 18. og 19. maí stendur nemendum á miðstigi til boða að læra skapandi skrif hjá Þorgrími Þráinssyni rithöfundi. Kennslan fer fram milli kl. 9:20-11:20 í sal Sigló Hótels. Námskeiðið er í boði Róberts Guðfinnssonar og eiga nemendur val um það hvort þeir sækja námskeiðið eða taka þátt í hefðbundnu skólastarfi.
Lesa meira

Pistill frá bæjarstjóra - Endurskoðun framkvæmdaáætlunar

Pistill frá bæjarstjóra um endurskoðun framkvæmdaáætlunar.
Lesa meira

Hornbrekka Ólafsfirði auglýsir lausa stöðu starfsmanns í félagsstarf

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir starfsmanni í 75% stöðu við félagsstarf fyrir íbúa og notendur dagvistar á Hornbrekku. Um tímabundið starf er að ræða.
Lesa meira

Vinnuskóli Fjallabyggðar 2020

Skráning í Vinnuskóla Fjallabyggðar er hafin. Þeir sem eru að ljúka 8. – 10. bekk grunnskólans geta skráð sig í Vinnuskóla Fjallabyggðar. Skráning fer fram á Rafræn Fjallabyggð en einnig er hægt að fylla út umsóknareyðublað og senda á haukur@fjallabyggd.is Til að geta skráð sig í Vinnuskólann þarf viðkomandi unglingur eða forráðamaður að hafa lögheimili í Fjallabyggð eða viðkomandi unglingur hafi stundað nám við Grunnskóla Fjallabyggðar í vetur.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundi sem vera átti i dag 13. maí er frestað til 20. maí nk.

Vakin er athygli á því að næsti bæjarstjórnarfundur verður miðvikudaginn 20. maí. Samkvæmt venjubundnum fundartíma bæjarstjórnar, sem er annar miðvikudagur í mánuði, hefði næsti fundur átt að vera, þann 13. maí en ákveðið hefur verið að færa hann til 20. maí. Þetta tilkynnist hér með.
Lesa meira