Fréttir & tilkynningar

Opinn súpufundur SSNE í Ráðhúsi Fjallabyggðar 23. mars nk.

SSNE standa fyrir opnum kynningarfundum á starfsemi samtakanna, hvað er á döfinni og opnu kaffispjalli í framhaldinu. Fundurinn er opinn öllum.
Lesa meira

Skipulagsdagur í grunnskóla Fjallabyggðar - Breyting á skólaakstri 18. mars

Á morgun föstudaginn 18. mars er skipulagsdagur í Grunnskóla Fjallabyggðar og verður því skólaakstur þann dag með eftirfarandi sniði:
Lesa meira

Búningafjör í íþróttahúsinu á Ólafsfirði þriðjudaginn 22. mars

Fjallabyggð og Foreldrafélag Leikhóla bjóða til samveru Búningafjör í íþróttahúsinu á Ólafsfirði þriðjudaginn 22. mars kl. 17:00 – 18:00. Settar verða upp þrautabrautir og eru gestir, börn og fullorðnir, hvattir til að koma í búningum og hafa gaman saman þessa stund. Búningafjör er ætlað börnum á öllum aldri en börn yngri en 9 ára verða að vera í fylgd með einstaklingi 14 ára eða eldri. Rútuferðir verða frá Siglufirði 16:40 og frá Ólafsfirði kl. 18:10
Lesa meira

Langar þig að gera Trilludaga skemmtilega með okkur?

Laugardaginn 23. júlí 2022 verða Trilludagar haldnir á Siglufirði eftir tveggja ára covid hlé. Á Trilludögum er gestum og gangandi boðið upp á siglingu út á fjörðinn fagra þar sem rennt er eftir fiski. Á bryggjunni standa vaskir Kiwanismenn vaktina við að flaka ferskan fiskinn og grilla. Að auki er boðið upp á pylsur og drykki. Tónlistin mun óma á bryggjunni, hoppukastali verður fyrir börnin og skemmtun á Trillusviðinu. Um kvöldið höldum við svo Bryggjuball. Skipulagðir viðburðir og dagskrá Trilludaga á bryggjusvæði er í boði Fjallabyggðar.
Lesa meira

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir tvö störf sérfræðinga, bæði óháð staðsetningu

Fjallabyggð vill vekja athygli ykkar á að Samband íslenskra sveitarfélaga er að auglýsa tvö störf sérfræðinga sem eru bæði óháð staðsetningu.
Lesa meira

Börn í leikskólanum á Siglufirði kíktu í heimsókn í Ráðhúsið

Efnilegir og flottir nemendur leikskólans kom óvænt í heimsókn í Ráðhúsið í dag og færðu okkur mynd sem þau hafa teiknað.
Lesa meira

Landhelgisgæsla Íslands leitar að umsjónaraðila á siglingasviði með starfsstöð í Fjallabyggð

Landhelgisgæsla Íslands leitar að sveigjanlegum, skipulögðum og drífandi einstaklingi til að sinna stöðu umsjónaraðila auk annarra tilfallandi verkefna á siglingasviði. Um er að ræða umsjón með því varðskipi Landhelgisgæslunnar sem gert er út frá Siglufirði, gerð og umsjón handbóka og þjálfunaráætlana fyrir siglingasvið og önnur tilfallandi verkefni sem snúa að rekstri varðskipa Landhelgisgæslunnar. Töluverður hluti starfsins fer fram á Siglufirði.
Lesa meira

Útboð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í að byggja anddyri, búningsklefa og tengibyggingu við núverandi sundlaugarbyggingu og íþróttahús á Siglufirði, samtals 292,3 m2 á tveimur hæðum ásamt rifi á tengigangi skv. útboðsgögnum AVH.
Lesa meira

Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending styrkja til menningarmála 2022

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2022,Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, verður útnefnd við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 17. mars nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjalalbyggðar til menningarmála árið 2022. Allir velkomnir.
Lesa meira

Menningarviðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirð helgina 12.-13. mars

Um næstu helgi verða tveir menningarviðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira