Fréttir & tilkynningar

Grænir styrkir 2023 - frestur til að sækja um rennur út á miðnætti í dag 1. nóvember

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um GRÆNA STYRKI Markmið grænna styrkja er að styðja við aðila sem vinna að umhverfisverkefnum í Fjallabyggð. Einstaklingar og félög sem eiga lögheimili í Fjallabyggð geta fengið úthlutaðan Grænum styrk Fjallabyggðar. Tilgreind félög þurfa að vera með starfsemi sína í sveitarfélaginu. Áskilið er að umsækjandi hafi átt lögheimili í sveitarfélaginu í minnst 12 mánuði samfleytt á móttökudegi umsóknar og að lögheimilisfestan sé einnig til staðar og hafi verið óslitin þegar kemur að útgreiðslu umhverfisstyrks.
Lesa meira

Fjallabyggð hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Í dag, 12. október 2022, hlaut Fjallabyggð viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri tók við viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar og viðurkenningarathöfn.
Lesa meira

Bleikur föstudagur 14. október

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Lesa meira

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þann 12. október kl. 13:00

Opið verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra frá kl. 13:00 miðvikudaginn 12. október, til kl. 13:00 fimmtudaginn 17. nóvember 2022.
Lesa meira

Leikfélag Fjallabyggðar æfir leikverkið Birgitta kveður

Leikfélag Fjallabyggðar hefur hafið æfingar á nýju leikverki undir nafninu Birgitta kveður eftir Guðmund Ólafsson. Áætlaðar eru 7 sýningar á leikverkinu og frumsýning verður föstudaginn 28. október nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Leikritið er nýtt gaman- og sakamálaleikrit og hefur hópurinn verið við æfingar síðan í september.
Lesa meira

Fræðsla um kvíða og áföll hjá börnum og unglingum

Miðvikudaginn 12. október kl. 19:30 býður Grunnskóli Fjallabyggðar upp á fræðslu og spjall um kvíða og áföll í lífi barna og unglinga. María Hensley skólasálfræðingur og Jón Baldvin Hannesson frá RKÍ fjalla um málefnið og í framhaldinu verða umræður og spjall yfir kaffibolla. Fræðslan fer fram í skólahúsinu við Tjarnarstíg í Ólafsfirði.
Lesa meira

Kompan - Alþýðuhúsið á Siglufirði sýningaropnun Loji Höskuldsson

Loji Höskuldsson opnaði sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu Siglufirði sl. laugardag. Sýningin sem ber heitið ,,Tveir pottar af mjólk” mun standa til 23. október nk.
Lesa meira

Óveður í dag; staðan

Veðurspáin er að ganga eftir í megin atriðum. Mesta útkoman snemma í morgun var hér á Siglufirði um 25 mm í formi rigningar sl. 6 klst. en er nú orðin að snjókomu að mestu.
Lesa meira

Mikilvæg skilaboð vegna spár um óveður á morgun sunnudag

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar munu verða í viðbragðsstöðu í fyrramálið vegna óveðurs og eru eigendur báta í höfnum Fjallabyggðar hvattir til að fara yfir landfestar báta sinna. Haft hefur verið samband við tengiliði í Hornbrekku, sjúkrahúsinu/Skálarhlíð og heimilinu Lindargötu 2, m.t.t. ef rafmagn fer af og þá eru ferðaþjónustuaðilar beðnir um að koma viðvörunum til ferðamanna.
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir eftir tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2023

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2023. Aðeins þeir listamenn sem búsettir hafa verið í Fjallabyggð að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum eða hópi. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í janúar 2023.
Lesa meira