Fréttir & tilkynningar

Fréttatilkynning vegna fyrirhugaðra verkfalla aðildarfélaga BSRB mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars

Hjá Fjallabyggð eru starfsmenn í tveimur stéttarfélögum innan BSRB eða Starfsmannafélagi Fjallabyggðar og Kili, Stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu. Alls stóðu 17 aðildarfélög BSRB fyrir atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun sem stóð frá 17. - 19. febrúar og samþykktu félagsmenn í 15 þeirra að boða til aðgerða dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl hafi samningar ekki náðst.
Lesa meira

Árshátíð starfsmanna Fjallabyggðar hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Árshátíð starfsmanna Fjallabyggðar hefur verið frestað um óákveðin tíma.
Lesa meira

Kompan Alþýðuhúsinu - Hulda Hákon - Sýning dagana 7.- 22.  mars 2020

Laugardaginn 7. mars kl. 15.00 opnar Hulda Hákon sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Á þessari sýningu eru lítil málverk, lágmynd og texti sem tengjast sögum bátsmannsins.
Lesa meira

Leiðbeiningar vegna COVID-2019 og fjarveru starfsmanna

Leiðbeiningar vegna COVID-2019 kórónaveirunnar og fjarveru starfsmanna, Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á eftirfarandi er varðar leiðbeiningar vegna COVID-2019 kórónaveirunnar og fjarveru starfsmanna. Fjármálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til stjórnenda vegna COVID-2019 kórónaveirunnar og fjarvista starfsmanna. Þar er farið yfir nokkur mikilvæg atriði varðandi kórónaveirunnar og leiðbeiningar um viðbrögð ef starfsfólk fer í sóttkví eða smitast. Samband íslenskra sveitarfélaga tekur undir þær leiðbeiningar sem ríkið setur fram varðandi fjarvistadaga og launalega meðhöndlun þeirra. Hér að neðan hafa leiðbeiningar til launagreiðenda vegna COVID-2019 veirunnar, verið settar fram á einfaldan hátt sveitarfélögum til hægðarauka.
Lesa meira

Skíðafélag Ólafsfjarðar býður upp á skíðagöngunámskeið dagana 3.-5. mars nk. kl. 18:00

Skíðafélag Ólafsfjarðar býður upp á skíðagöngunámskeið dagana 3.-5. mars nk. kl. 18:00 Eftirspurn eftir námskeiðum fyrir fullorðna í skíðagöngu hefur stóraukist síðustu misseri og mun Skíðafélag Ólafsfjarðar bjóða áhugasömum tækifæri til að læra á gönguskíði. Námskeiðið hentar byrjendum sem lengra komnum. Farið verður í undirstöðu atriði fyrir byrjendur, staða, rennsli, detta, bremsa o.fl. Fyrir lengra komna verður farið í tækni, þyngdarflutning, brekkur o.fl.
Lesa meira

Elías Pétursson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Fjallabyggðar

Elías Pétursson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías hefur síðustu tæp sex ár, starfað sem sveitarstjóri Langanesbyggðar. Þar á undan var hann sjálfstætt starfandi ráðgjafi, meðal annars hjá Mosfellsbæ. Hann er fæddur á Þórshöfn 1965. Elías mun hefja störf hjá Fjallabyggð þann 9. mars næstkomandi.
Lesa meira

Orðsending vegna uppfærslu á fjárhagskerfi hjá Fjallabyggð

Vegna uppfærslu á fjárhagskerfi hjá Fjallabyggð verða reikningar vegna leikskólagjalda og húsaleigu fyrir mars mánuð sendir út eftir helgina. Beðist er velvirðingar á þessum töfum.
Lesa meira

Góðgerðarvika NEON

Nú líður að hinni árlegu ferð félagsmiðstöðvarinnar Neons á Samfestinginn og Söngkeppni Samfés sem haldin er í Laugardalshöll í Reykjavík helgina 20.-22. mars. Ferðin er nýtt til allskonar hópeflis fyrir unglingana. Farið hefur verið í bíó, skemmtigarð o.s.frv.
Lesa meira

Vegna rekstrartruflunar á dreifikerfi RARIK föstudaginn 21. febrúar sl.

Orðsending frá Orkusölunni til íbúa Fjallabyggðar: Kæru viðskiptavinir. Föstudaginn 21. febrúar sl. varð rekstrartruflun á dreifikerfi RARIK sem gerði það að verkum að Fjallabyggð varð að mestu rafmagnslaus í um fjórar klukkustundir. Við slíkar aðstæður gegnir Skeiðsfossvirkjun, sem er ein af virkjunum Orkusölunnar, mikilvægu hlutverki í afhendingu raforku inn á dreifikerfi RARIK. (Lesa meira...)
Lesa meira

Öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu í Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar verður með öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á öskudag, 26. febrúar kl. 14:15-15:15. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni og þrautabraut verður í boði. Rúta fer frá Siglufirði (grunnskólanum) kl. 13:45 og frá Ólafsfirði (grunnskólanum) kl. 15:25. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Lesa meira