Fréttir & tilkynningar

Skólaakstur í vetrarfríi

Akstur skólarútu verður með breyttu sniði föstudaginn 16. febrúar vegna vetrarfrís grunnskólans.
Lesa meira

Breyttur opnunartími íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði vegna Snjókross keppni nk. laugardag

Vegna Snjókross keppni Vélsleðafélags Ólafsfjarðar nk. helgi 17.- 18. febrúar verður breytt opnun í sundlauginni í Ólafsfirði laugardaginn 17. febrúar. Opið verður frá kl. 14:00 til 18:00.
Lesa meira

Dagur Leikskólans 6 febrúar

Sjötti febrúar er merkisdagur í sögu leikskólans en á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök. Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og hefur svo verið gert um langt árabil.
Lesa meira

Tafir á sorphirðu í Fjallabyggð vegna veðurs

Vegna hvassviðris verður sorphirðu frestað í dag mánudaginn 12. febrúar. Losun hefst strax í fyrrmálið ef veður leyfir.
Lesa meira

Öskudagur 14. febrúar

Öskudagur 14. febrúar kl. 16:00-17:00 í Íþróttahúsinu á Ólafsfirði. Rúta fer frá Gunnskólanum á Siglufirði kl. 15:40 og til baka kl. 17:00 Foreldrafélag Leikhóla
Lesa meira

Sundlaug í Ólafsfirði hefur verið opnuð á ný

Vegna tilmæla frá Norðurorku var sundlauginni í Ólafsfirði lokað um tíma vegna skorts á heitu vatni í Ólafsfirði. Búið er að opna laugina á ný með leyfi Norðurokru.
Lesa meira

1-1-2 dagurinn er næstkomandi sunnudag 11. febrúar og er yfirskrift hans að þessu sinni “Öryggi á vatni og sjó”.

1-1-2 dagurinn er næstkomandi sunnudag 11. febrúar og er yfirskrift hans að þessu sinni “Öryggi á vatni og sjó”. Af því tilefni ætla viðbragðsaðilar í Fjallabyggð að tefla fram nýja björgunarskipinu Sigurvin með bátaflokk Björgunarsveitarinnar Stráka í stafni og setja á svið sjóbjörgun í Siglufjarðarhöfn ásamt Slökkviliði Fjallabyggðar, sjúkraflutningateymi HSN í Fjallabyggð og lögreglu.
Lesa meira

Úthlutunarhátíð 2024 - Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending styrkja

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2024 Ástþór Árnason verður útnefndur við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 15. febrúar 2024 kl. 17:00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjallabyggðar til menningar- og fræðslumála, til hátíðarhalda, reksturs safna og setra og til grænna verkefna.
Lesa meira

Hornbrekka Ólafsfirði auglýsir lausa stöðu Sjúkraliða og í býtibúr

Hornbrekka Ólafsfirði auglýsir lausa stöðu Sjúkraliða og í býtibúr
Lesa meira

Ekki missa af umsóknarfresti fyrir verkefnið þitt á heimasíðu SSNE

Ert þú búin/n að skoða viðburðalistann á heimasíðu SSNE ? Opið er fyrir umsóknir um styrki úr hinum ýmsu flokkum. Ekki missa af umsóknarfresti fyrir verkefnið þitt.
Lesa meira