Fréttir & tilkynningar

Fréttatilkynning - Öll óviðkomandi umferð á flugvellinum á Siglufirði er bönnuð

Óviðkomandi umferð á flugvellinum á Siglufirði er bönnuð. Flugbrautin er opin lendingarstaður og hafa flugrekstraraðilar í Eyjafirði látið moka brautina á eigin kostnað svo hægt sé að lenda flugvélum með farþega. Það er því ítrekað hér, að öll óviðkomandi umferð á flugvellinum er bönnuð.
Lesa meira

Fréttatilkynning - Eftirlitsáætlun Eldvarnaeftirlits í Fjallabyggð

Samkvæmt reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri birta árlega eftirlitsáætlun þar sem gerð er grein fyrir hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi í sveitarfélaginu munu sæta eldvarnareftirliti það ár (20.gr). Hér má sjá eftirlitsáætlun ársins 2019.
Lesa meira

Fréttatilkynning - Reikningar vegna skólamáltíða og lengdrar viðveru

Reikningar vegna skólamáltíða og lengdrar viðveru Af óviðráðanlegum orsökum er ekki unnt að senda út reikninga fyrir skólamáltíðum og Lengda viðveru fyrr en eftir næstu helgi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir matráði til starfa

Hornbrekka Ólafsfirði Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir matráði til starfa frá 1. apríl 2019. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi frá viðurkenndri menntastofnun og hafi starfsréttindi sem matráður, eða hafi reynslu af störfum við matreiðslu. Hæfniskröfur • Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af matreiðslu í stóreldhúsi • Góð þekking á næringarfræði og rekstri mötuneyta • Skipulagshæfni, sjálfstæði og hæfni til verkstjórnar • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum • Nákvæmni í vinnubrögðum og snyrtimennska • Góð íslenskukunnátta Ábyrgð og helstu verkefni • Ber ábyrgð á gerð matseðils, matseld, innkaupum, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í samvinnu við hjúkrunarforstjóra/forstöðumann • Ber ábyrgð á að starfsemi eldhúss sé samkvæmt markmiðum Hornbrekku Umsóknarfrestur er til 20. mars 2019 Umsóknir sendast á netfangið birna@hornbrekka.is Nánari upplýsingar veitir Birna Sigurveig Björnsdóttir forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri í síma 466-4066 / 6635299 eða í gegnum birna@hornbrekka.is
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði helgina 9. – 10. mars 2019

Laugardaginn 9. mars kl. 15.00 opnar Ólöf Helga Helgadóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Maðurinn sem minnir á margt. Sunnudaginn 10. mars kl. 14.30 mun Margrét Jónsdóttir Njarðvík vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki sem fjallar um ferð hennar frá því að vera dósent í háskóla í að stofna fyrirtæki.
Lesa meira

Skólaakstur á öskudag og í vetrarfríi Grunnskóla Fjallabyggðar

Akstur skólarútu verður með breyttu sniði miðvikudaginn 6. mars (öskudagur) og dagana 7. - 8. mars en þá er vetrarfrí í Grunnskóla Fjallabyggðar. Aksturtöflur þessa daga eru eftirafarandi:
Lesa meira

Danskennsla í Tjarnarborg fellur niður sunnudaginn 3. mars

Danskennsla sem vera átti í Tjarnarborg sunnudagskvöldið 3. mars nk. kl. 20:00 fellur niður. Hittumst næst sunnudagskvöldið 10. mars kl. 20:00 Beðist er velvirðingar á þessu.
Lesa meira

Ferðumst saman – morgunverðarfundur um almenningssamgöngur milli byggða

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið býður til morgunverðarfundar um almenningssamgöngur milli byggða landsins fimmtudaginn 28. febrúar nk.
Lesa meira

Góðgerðarvika Neons

Nú líður að hinni árlegu ferð félagsmiðstöðvarinnar Neons á Samfestinginn og Söngkeppni Samfés sem haldin er í Laugardalshöll í Reykjavík. Ferðin er nýtt til allskonar hópeflis fyrir unglingana. Farið hefur verið í bíó, skemmtigarð o.s.fr
Lesa meira

Opnunartími íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar fram til 31. maí

Vegna sundnámskeiða Grunnskóla Fjallabygðar verður breyting á opnunartíma sundlauga Fjallabyggðar fram til 31. maí nk.
Lesa meira