Fréttir & tilkynningar

Eygló Harðardóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði 16. maí

Fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 17:00 opnar Eygló Harðardóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin er opin til 2. júní og er opin daglega frá kl. 14:00 – 17:00.
Lesa meira

Lokaskýrsla um þróun upplifana á ACW - fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands

Lokaskýrsla Blue Sail um þróun upplifana á Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið hefur nú verið birt. Í skýrslunni er að finna samantekt á því starfi sem hefur verið unnið í tengslum við þróun upplifana, en sú vinna fór fram í fimm þrepum frá því í nóvember 2017 og fram í október 2018.
Lesa meira

Opnun sýningarinnar Ólafsfjarðarvatn í Pálshúsi 18. maí

Opnun sýningarinnar Ólafsfjarðarvatn í Pálshúsi Strandgötu 4, Ólafsfirði laugardaginn 18. maí nk. kl. 14:00. Þá er einnig opnuð listsýning Kristins E. Hrafnssonar í Pálshúsi.
Lesa meira

Tilkynning vegna lokunar á Aðalgötu

Framkvæmdir eru að hefjast á endurnýjun Aðalgötu, milli Grundargötu og Tjarnargötu. Tvístefna verður á Norðurgötu milli Aðalgötu og Eyrargötu á meðan á framkvæmdunum stendur með innkomu frá Eyrargötu sjá nánar á meðfylgjandi korti. Áætluð verklok eru 30. júní 2019. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða við framkvæmdina.
Lesa meira

Bein útsending af bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar í Tjarnarborg 8. maí kl. 17

Útvarpsstöðin Trölli.is mun útvarpa beint 174. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar sem haldinn verður í Tjarnarborg Ólafsfirði, kl. 17:00 í dag 8. maí.
Lesa meira

World Oceans Day og opnun Arctic Coast way 8. júní 2019

Þann 8. júní er Dagur hafsins; World Ocean Day og verður hann haldinn hátíðlegur um allan heim og líka í Fjallabyggð. Tilgangur þessa dags er að fagna og heiðra hafið og draga fram hversu mikilvægt er að passa hafið. Þennan sama dag verður Norðurstrandaleið; Arctic Coast Way opnuð formlega.
Lesa meira

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir starfsmanni í 50% ræstingar

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir starfsmanni í 50% ræstingar.
Lesa meira

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði - Ást og uppreisn

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í 20. skiptið dagana 3. til 7. júlí 2019 og ber hún yfirskriftina Ást og uppreisn.
Lesa meira

174. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

174. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnaborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 8. maí 2019 kl. 17.00
Lesa meira

Hjólað í vinnuna 2019 hefst 8. maí

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí.
Lesa meira