Fréttir & tilkynningar

Sýning á verkum nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga

Laugardaginn 15. desember bjóða nemendur MTR gestum og gangandi að koma og skoða verkefni frá haustönninni 2018. Sýningin er venju fremur fjölbreytt og gefur að líta afrakstur mikillar vinnu og sköpunar sem hefur farið fram á haustönn. Sýningin endurspeglar vel einkunnarorð skólans: Frumkvæði – Sköpun – Áræði
Lesa meira

Nýjar lóðir á Siglufirði lausar til umsóknar

Fjallabyggð auglýsir lausar til umsóknar 6 lóðir fyrir fjölbýlishús og eina einbýlishúsalóð. Lóðirnar eru staðsettar á gamla malarvellinum miðsvæðis í bænum. Í nýju deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir þremur fjögurra íbúða húsum á tveimur hæðum, þremur 4-5 íbúða húsum á tveimur hæðum ásamt bílgeymslum og einu einbýlishúsi ásamt bílskúr.
Lesa meira

Seinni kattahreinsun

Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir: Námuvegi 11 Ólafsfirði (Olís portið) fimmtudaginn 6. desember kl. 13:00-15:00 Áhaldahúsinu Siglufirði fimmtudaginn 6. desember kl. 16:00-18:00
Lesa meira

Hvað varðar okkur foreldra um þessi tölvumál?

Fyrirlestur í Tjarnarborg, þriðjudaginn 4. desember kl. 18:00, í boði Grunnskóla Fjallabyggðar og Foreldrafélags Grunnskólans.
Lesa meira

Málverkasýning Aðalheiðar í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Fimmtudaginn 6. desember kl. 16.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir málverkasýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Verkin eru unnin í vinnustofudvöl í Svorbæk í Danmörku á haustdögum og bera yfirskriftina frjó.
Lesa meira

Ljósin tendruð á trénu á ráðhústorginu Siglufirði á morgun

Ljósin tendruð á trénu á ráðhústorginu þriðjudaginn 4. desember kl. 17:00
Lesa meira

Lista- og menningargöngur í Fjallabyggð

Fjallabyggð býður uppá Lista- og menningargöngu um Siglufjörð fimmtudaginn 6. desember nk. frá kl. 18:00 til ca. 20:00 um Ólafsfjörð 7. desember nk. frá kl. 18:30 til ca. 19:30.
Lesa meira

Jólastemning í Ólafsfirði 2. desember kl. 15.00

Ljósin tendruð á trénu við Menningarhúsið Tjarnarborg sunnudaginn 2. desember kl. 15:00
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2019

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 við síðari umræðu sem fram fór 29. nóvember sl.
Lesa meira

ATH! Fréttatilkynning vegna tendrunar jólatrjáa í Fjallabyggð og jólamarkaðar Tjarnarborgar um helgina

Tendrun jólatrésins á Siglufirði sem vera átti á morgun, laugardaginn 1. desember hefur verið aflýst vegna slæmrar veðurspár. Ný dagseting verður birt eftir helgina. Ákvörðun verður tekin á morgun um hvort kveikt verður á jólatrénu 2. desember í Ólafsfirði. Ákvörðun um jólamarkað Tjarnarborgar verður sömuleiðis tekin á morgun.
Lesa meira