Fréttir & tilkynningar

Sýning í Kompunni - Hvílist mjúklega

Laugardaginn 9. nóvember kl. 15.00 opnar Ragnhildur Jóhanns sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Hvílist mjúklega. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00 til 24. nóvember.
Lesa meira

Breyting á tímatöflu skólarútu 6.-8. nóvember

Örlitlar breytingar verða á akstri skólarútu dagana 6.-8. nóvember vegna skipulagsdags og vetrarfrís grunnskólans. Á miðvikudag og fimmtudag falla út ferðir kl. 13:45 frá Siglufirði og kl. 14:20 frá Ólafsfirði og á föstudag falla út ferðir kl. 14:45 frá Siglufirði og kl. 15:25 frá Ólafsfirði.
Lesa meira

Hundahreinsun í Fjallabyggð - seinni dagur

Seinni hundahreinsunardagurinn! Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira

Sýningaropnun - Seiðandi dans í Kaktus Akureyri

Á morgun föstudaginn 1. nóvember opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýninguna Seiðandi dans í Kaktus. Opnunin hefst klukkan 20:00 með súpu og léttum veitingum. Að vanda eru allir hjartalega velkomnir að njóta lista og ljúfra stunda.
Lesa meira

Viðtalstími bæjarfulltrúa Fjallabyggðar á Siglufirði 28. október kl. 16:30

Næsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður í dag mánudaginn 28. október að Gránugötu 24, Siglufirði kl. 16:30-17:30. Til viðtals verða bæjarfulltrúarnir Ingibjörg S. Jónsdóttir, Særún Hlín Laufeyjardóttir og Tómas Atli Einarsson
Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna styrkumsókna framlengdur til miðnættis 27. október 2019

Umsækjendur athugið! Vegna tæknilegra vandamála með að vista umsóknir í umsóknarferli hefur Fjallabyggð ákveðið að framlengja umsóknarfrest vegna styrkumsókna sem vera átti fimmtudag 24. október. Nýr umsóknarfrestur er á miðnætti sunnudaginn 27. október nk.
Lesa meira

Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð í Tjarnarborg 14. nóvember

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar boðar til haustfundar ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg fimmtudaginn 14. nóvember nk. og hefst stundvíslega kl 17:30.
Lesa meira

Viðtalstímar Markaðsstofu Norðurlands

Í október og nóvember verða starfsmenn Markaðsstofunnar á ferð um landshlutann og bjóða öllum þeim sem hafa áhuga til viðtals um þau verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar, eins og DMP áfangastaðaáætlun, Flugklasann Air 66N, Norðurstrandarleið eða almennt um það sem tengist markaðsmálum til erlendra ferðamanna. Hægt verður að panta 20 mínútna langa fundi með þeim Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra og Birni H. Reynissyni verkefnastjóra.
Lesa meira

Listaverkagjöf til Fjallabyggðar

Afkomendur Stefáns Friðbjarnarsonar fyrrum bæjarstjóra Siglufjarðar (1966-1974) færðu Fjallabyggð málverk eftir Herbert Sigfússon málara að gjöf. Málverkið sem málað er árið 1947 er af Siglufirði og prýddi heimili Stefáns og fjölskyldu hans allt til dánardags Stefáns. Eins og fyrr segir eru það börn Stefáns, þau Sigmundur, Kjartan og Sigríður sem eru gefendur málverksins en hjónin Kjartan Stefánsson og Guðrún K. Sigurðardóttir afhentu gjöfina.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja úr bæjarsjóði Fjallabyggðar vegna ársins 2020

Fjallabyggð auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrka til menningarmála, fræðslumála, rekstrarstyrkja til safna og setra, styrkja vegna hátíða og styrkja til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka.
Lesa meira