Fréttir & tilkynningar

Kompan - Alþýðuhúsið á Siglufirði sýningaropnun Loji Höskuldsson færð til 8. október nk. vegna slæmrar veðurspár þann 9. október

Laugardaginn 8. október kl. 14.00 opnar Loji Höskuldsson sýningu í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sem ber yfirskriftina Tveir pottar mjólk. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00 til 23. október. Listamaðurinn verður á staðnum á opnunardaginn og tekur á móti gestum.
Lesa meira

Aðgát skal höfð

Mannlegur harmleikur hefur átt sér stað í litlu byggðarlagi norður í landi. Harmleikur sem snertir heilt bæjarfélag og íbúa þess. Sumir einstaklingar eru í kjölfarið bognir, aðrir brotnir. Þegar að sorgaratburður sem þessi á sér stað, eru það ekki einungis fórnarlömb og gerendur sem eiga um sárt að binda, heldur einnig fjölskyldur, vinir og aðstandendur þeirra sem eiga í hlut.
Lesa meira

Samfélagið i Fjallabyggð harmi slegið

Samfélagið í Fjallabyggð er harmi slegið vegna þeirra atburða sem urðu í Ólafsfirði í nótt. Hugur okkar er hjá þeim látna, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði.
Lesa meira

Samningur um sveigjanlega dagdvöl í Fjallabyggð

Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, undirritaði í dag samning við Sjúkratryggingar Íslands um sveigjanlega þjónustu í dagþjálfun fyrir aldraða. Samningurinn felur í sér aðlögun og umbreytingu á þjónustu sveitarfélagsins í dagdvalar og dvalarrýmum á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku.
Lesa meira

Bráðvantar í afleysingu á Leikskálum

Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskála, bráðvantar starfsmann í afleysingu í eldhús tímabundið. Um er að ræða einn til tvo mánuði. Upplýsingar veitir Olga Gísladóttir leikskólastjóri olga@fjallaskolar.is eða Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðar leikskólastjóri kristinm@fjallaskolar.is Viðkomand þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Lesa meira

Akstur skólarútu föstudaginn 30. september

Föstudaginn 30. september er akstur skólarútu með breyttu sniði vegna skipulagsdags grunnskólans. Skólarútan keyrir frá Siglufirði kl. 7:40, 12:40 og 15:10. Frá Ólafsfirði keyrir skólarútan kl. 8:05, 13:15 og 16:15
Lesa meira

Tæknilæsi í Fjallabyggð 60+

Tæknilæsi í Fjallabyggð - frítt fyrir 60+ Símey, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður íbúum Fjallabyggðar 60 ára og eldri upp á námskeið í tæknilæsi. Námskeiðin verða haldin i báðum byggðakjörnum 5. og 6. október og 12. og 13. október nk. (miðvikudaga og fimmtudaga) frá kl. 10:00-12:00 hjá Einingu Iðju, Eyrargötu 24b Siglufirði og sömu daga frá kl. 13:00-15:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins - seinni úthlutun

Opið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins - seinni úthlutun Ríki og sveitarfélögum er heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á hagkvæmum leiguíbúðum sem kallast almennar íbúðir. Með því að styðja við uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði stuðla stofnframlög ríkisins að lægra leiguverði á hinum almenna leigumarkaði. Auglýst er eftir umsóknum í síðari úthlutun fyrir árið 2022 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.
Lesa meira

Gangstéttar í Fjallabyggð endurnýjaðar

Átak hófst í endurnýjun gangstétta í Fjallabyggð sumarið 2021 enda gangstéttar víða í sveitarfélaginu orðnar lélegar og rík þörf á að leggja nýjar á þeim stöðum þar sem engar voru fyrir.
Lesa meira

Rafmagnstruflanir af völdum óveðurs

Rafmagni sló út á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar á Austurlandi um klukkan korter fyrir eitt í dag og unnið er að bilanagreiningu samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Víða er því enn rafmagnslaust og búast má við rafmagnstruflunum áfram. Hægt er að fylgjast með á www.landsnet.is.
Lesa meira