Fréttir & tilkynningar

100 ár frá snjóflóðum á Staðarhólsbökkum, í Héðinsfirði og Engidal

100 ár frá snjóflóðum á Staðarhólsbökkum, í Héðinsfirði og Engidal. Dagana 12. og 13. apríl nk. verða eitt hundrað ár liðin frá mannskæðustu snjóflóðum í Hvanneyrarhreppi. Síldarminjasafnið og Siglufjarðarkirkja minnast atburðanna með dagskrá:
Lesa meira

Skíðafélag Ólafsfjarðar - Braut í Héðinsfirði og kvöldopnun í Tindaöxl

Skíðafélag Ólafsfjarðar - Braut í Héðinsfirði og kvöldopnun í Tindaöxl. Á morgun laugardaginn 6. apríl gerum við okkur heldur betur glaðan dag. Skíðagöngubraut verður lögð í HÉÐINSFIRÐI!! Brautin verður lögð frá Grundarkoti og eitthvað inn fyrir Ámá. Áætlað er að búið verði að spora kl. 11:00 í fyrramálið. Skíðaæfing SÓ verður því í Héðinsfirði á morgun og ætla foreldrar að fjölmenna og gera góðan dag. Best er að leggja bílum á bílastæðinu og fara varlega yfir veginn.
Lesa meira

Skólaþing Grunnskóla Fjallabyggðar 9. apríl kl. 18:00 – 20:00 í skólahúsinu í Ólafsfirði.

Grunnskóli Fjallabyggðar er að leggja upp í vegferð um bætt skólastarf. Verkefnið köllum við Framúrskarandi skóli – færni til framtíðar.
Lesa meira

Rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð sumarið 2019

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Kaffi Klöru ehf. um rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð.
Lesa meira

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir Bót og betrun

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir leikritið Bót og betrun eftir enska leikskáldið Michael Cooney þann 5. apríl nk. kl. 20:00 í Tjarnarborg.
Lesa meira

SNOW - Ráðstefna um snjóflóðavarnir á Siglufirði

Dagana 3. - 5. apríl nk. fer fram alþjóðleg ráðstefna um snjóflóðavarnir á Siglufirði. Er það Verkfræðingafélag Íslands sem stendur fyrir ráðstefnunni í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila. Ráðstefnan verður haldin á Sigló Hótel.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Sunnudaginn 7. apríl kl. 14.30 mun listamaðurinn Teresa Cheung vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Vegleg gjöf frá Foreldrafélagi Leikskála

Foreldrar barna á Leikskálum á Siglufirði hafa um árabil staðið fyrir fjölbreyttum fjáröflunum í nafni Foreldrafélags Leikskála, í þeim tilgangi að geta lagt sitthvað af mörkum til að gleðja börnin og auðga daglegt starf á leikskólanum. Á dögunum færði Foreldrafélagið Leikskálum afar veglega leikfangagjöf, að andvirði rúmlega 300.000 kr. – en sérstaklega var horft til þess að velja leikföng sem nýtast börnum á öllum aldri.
Lesa meira

Ljósleiðari í Fjallabyggð

Í lok árs 2017 fékk Fjallabyggð úthlutað styrk frá Fjarskiptasjóði til uppbyggingar á ljósleiðarakerfi utan þéttbýlis í Fjallabyggð. Í framhaldi af því var undirritaður samstarfssamningur við Tengir ehf. sem tók að sér verkið. Síðla árs 2018 lauk verkinu og var þá búið að tengja öll hús sem eru með skráð lögheimili utan þéttbýlis að undanskildu Sauðanesi á Siglufirði. Eigendum annarra húsa þar sem lagður var ljósleiðari fram hjá var einnig boðið að fá tengingu t.d sumarhús og atvinnuhúsnæði. Alls voru tengd 13 hús af 20 sem mögulega gátu tengst í verkefninu.
Lesa meira

Af framkvæmdum í Fjallabyggð

Talsverðar framkvæmdir á holræsa-, vatnsveitukerfi og viðhald á götum bæjanna hafa verið hér í Fjallabyggð á undanförnum 5 árum, þ.e. 2015 – 2019.
Lesa meira