Fréttir & tilkynningar

Lokun vegna sumarleyfa

Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 10. júlí til og með 21. júlí 2023. Hægt er að sækja klippikort fyrir gámasvæði fram að lokun, föstudaginn 7. júlí til kl. 14:00. Minnum á rafræna Fjallabyggð, íbúagáttina í gegnum heimasíðu Fjallabyggðar www.fjallabyggd.is þar sem nálgast má umsóknareyðublöð. Hægt er að senda erindi á fjallabyggd@fjallabyggd.is Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri
Lesa meira

Líf og fjör á tjaldsvæðum Fjallabyggðar

Margt er um manninn á tjaldsvæðinu á Siglufirði þessa sólríku og blíðu daga. Tjaldsvæðið er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna og öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Stutt er á skólalóðina í leiktækin og hoppubelgur rétt handan við torgið.
Lesa meira

Olga Gísladóttir lætur af störfum leikskólastjóra eftir 39 ára farsælt starf

Olga Gísladóttir lætur af störfum skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar um næstu mánaðarmót. Olga hefur ötullega sinnt menntun leikskólabarna í 39 ár, fyrst í Leikskóla Ólafsfjarðar og síðar Leikskóla Fjallabyggðar eða frá árinu 2010.
Lesa meira

Lausar lóðir - Fjallabyggð fellir niður öll gatnagerðargjöld

Á kortavef Fjallabyggðar er nú hægt að sjá þær lóðir sem lausar eru til umsóknar. Fjallabyggð fellir sömuleiðis niður öll gatnagerðargjöld til ársloka 2024.
Lesa meira

60 gjörningar á 6 dögum ganga vel

Fyrstu gjörningadagarnir ganga vel og hafa farið fallega fram. Veðrið leikur við listamennina og er hamingjan svo sannarlega með hópnum í för. Ferðin hófst sl. fimmtudag á tveimur 9 manna bílum sem Bílaleiga Akureyrar var svo frábær að gefa vænan afslátt á og styrkja þannig ferðina. Á öllum áfangastöðum er tekið vel á móti gjörningalistafólkinu.
Lesa meira

Sólstöðuganga upp á Múlakollu 22. júní kl. 21:00

Sólstöðuganga upp á Múlakollu Ferðafélagið Trölli fer fyrir Sólstöðugöngu á Múlakollu í Ólafsfirði í dag 22. júní og hefst gangan kl. 21:00. Gert er ráð fyrir að vera á toppnum á miðnætti og njóta sólarinnar.
Lesa meira

60 gjörningar á 6 dögum hefjast í dag

Alla Sigga og föruneyti eru lögð af stað með verkefnið 60 gjörningar á 6 dögum. Frá deginum í dag til 27. júní nk. mun Aðalheiður S. Eysteinsdóttir fara hringferð um landið með 60 gjörninga í tilefni af sextugs afmæli sínu. Með í för verður úrval listafólks víða að sem bæði sér um sína eigin gjörninga og tekur þátt í gjörningum Aðalheiðar.
Lesa meira

Trilludagur - Verður þú með viðburð helgina 28. - 30. júlí ?

Langar þig að gera Trilludagshelgina skemmtilega með okkur? Fjallabyggð kallar eftir upplýsingum um viðburði í Fjallabyggð helgina 28.-30. júlí nk. Hátíðin árið 2022 laðaði til sín 2.500-3.000 manns og reiknum við sambærilegri hátíð í ár.
Lesa meira

60 gjörningar á 6 dögum

Frá 22. - 27. júní næstkomandi mun Aðalheiður S. Eysteinsdóttir fara hringferð um landið með 60 gjörninga í tilefni af sextugs afmæli sínu. Með í för verður úrval listafólks víða að sem bæði sér um sína eigin gjörninga og tekur þátt í gjörningum Aðalheiðar.
Lesa meira

Fegrunarátak í Fjallabyggð ER ALLT Í DRASLI ?

ER ALLT Í DRASLI ? Fjallabyggð setur af stað öflugt sameiginlegt fegrunarátak í Fjallabyggð í sumar undir heitinu „ER ALLT Í DRASLI ?“
Lesa meira