Fréttir & tilkynningar

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hófst að nýju 14. janúar og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Lesa meira

Snjóflóðahætta, veður og færð.

Undanfarna daga hefur bætt mikið á snjó og horfur á að svo verði áfram næstu daga. Íbúum er því bent á að fara varlega og kynna sér aðstæður á hverjum stað og tíma. Smellið á frétt til að sjá spá um snjóflóðahættu á utanverðum Tröllaskaga, viðvaranir og fl.
Lesa meira

Bókasafnið á Siglufirði lokað í dag

Bókasafnið á Siglufirði er lokað í dag miðvikudaginn 20. janúar af óviðráðanlegum ástæðum. Bókasafnið í Ólafsfirði er opið frá kl. 13:00-17:00
Lesa meira

Tafir á sorplosun á Siglufirði og Ólafsfirði vegna ófærðar

Vakin er athygli á því að sorphirða mun eitthvað tefjast í dag og á morgun vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Úthlutun menningarstyrkja fyrir árið 2021

Fjallabyggð veitir ár hvert menningartengda styrki til félagasamtaka, stofnana og einstaklinga til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.
Lesa meira

Lífshlaupið 2021 hefst 3. febrúar

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lesa meira

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð - frestur til 4. febrúar

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um er ræða almenna- og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar og fer úthlutun fram þann 4. mars.
Lesa meira

Opnun skrifstofu Fjallabyggðar

Skrifstofur Fjallabyggðar opna á ný mánudaginn 18. janúar nk. Í gildi verður grímuskylda og tveggja metra regla.
Lesa meira

Ljóðaflóð 2020 - GF á vinningshafa í keppninni

Það er sönn ánægja að tilkynna að Unnsteinn Sturluson nemandi í Grunnskóla Fjallabyggðar var hlutskarpastur á unglingastigi með ljóðið Ljósið mun sýna þér sannleikann. Stórkostlegur árangur hjá Unnsteini. Þetta er annað árið í röð sem Grunnskóli Fjallabyggðar á vinningshafa í keppninni.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun 2021-2023

Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, sem gildir frá 2021-2023 hefur nú verið gefin út og má sjá hlekk á hana hér neðst. Áætluninni er ætlað að gefa skýra mynd af ferðaþjónustunni, markmiðum hennar og uppbyggingarþörf ásamt því að leggja áherslu á þarfir og væntingar ferðamanna í öllum verkefnum.
Lesa meira