Fréttir & tilkynningar

Framtíðarhúsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neons opnað

Síðast liðið mánudagskvöldið, 17. október, varð langþráður draumur að veruleika. Framtíðarhúsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neons var opnað.
Lesa meira

Tilkynning ! Kvennaklefar í íþróttahúsinu í Ólafsfirði lokaðir 21. og 24. október

Vegna framkvæmda verða kvennaklefar í íþróttahúsinu í Ólafsfirði lokaðir föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október frá kl. 08:00-17:00. Klefarnir verða opnir laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. október.
Lesa meira

Grænir styrkir 2023 - frestur til að sækja um rennur út á miðnætti í dag 1. nóvember

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um GRÆNA STYRKI Markmið grænna styrkja er að styðja við aðila sem vinna að umhverfisverkefnum í Fjallabyggð. Einstaklingar og félög sem eiga lögheimili í Fjallabyggð geta fengið úthlutaðan Grænum styrk Fjallabyggðar. Tilgreind félög þurfa að vera með starfsemi sína í sveitarfélaginu. Áskilið er að umsækjandi hafi átt lögheimili í sveitarfélaginu í minnst 12 mánuði samfleytt á móttökudegi umsóknar og að lögheimilisfestan sé einnig til staðar og hafi verið óslitin þegar kemur að útgreiðslu umhverfisstyrks.
Lesa meira

Fjallabyggð hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Í dag, 12. október 2022, hlaut Fjallabyggð viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri tók við viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar og viðurkenningarathöfn.
Lesa meira

Bleikur föstudagur 14. október

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Lesa meira

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þann 12. október kl. 13:00

Opið verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra frá kl. 13:00 miðvikudaginn 12. október, til kl. 13:00 fimmtudaginn 17. nóvember 2022.
Lesa meira

Leikfélag Fjallabyggðar æfir leikverkið Birgitta kveður

Leikfélag Fjallabyggðar hefur hafið æfingar á nýju leikverki undir nafninu Birgitta kveður eftir Guðmund Ólafsson. Áætlaðar eru 7 sýningar á leikverkinu og frumsýning verður föstudaginn 28. október nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Leikritið er nýtt gaman- og sakamálaleikrit og hefur hópurinn verið við æfingar síðan í september.
Lesa meira

Fræðsla um kvíða og áföll hjá börnum og unglingum

Miðvikudaginn 12. október kl. 19:30 býður Grunnskóli Fjallabyggðar upp á fræðslu og spjall um kvíða og áföll í lífi barna og unglinga. María Hensley skólasálfræðingur og Jón Baldvin Hannesson frá RKÍ fjalla um málefnið og í framhaldinu verða umræður og spjall yfir kaffibolla. Fræðslan fer fram í skólahúsinu við Tjarnarstíg í Ólafsfirði.
Lesa meira

Kompan - Alþýðuhúsið á Siglufirði sýningaropnun Loji Höskuldsson

Loji Höskuldsson opnaði sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu Siglufirði sl. laugardag. Sýningin sem ber heitið ,,Tveir pottar af mjólk” mun standa til 23. október nk.
Lesa meira

Óveður í dag; staðan

Veðurspáin er að ganga eftir í megin atriðum. Mesta útkoman snemma í morgun var hér á Siglufirði um 25 mm í formi rigningar sl. 6 klst. en er nú orðin að snjókomu að mestu.
Lesa meira