Fréttir & tilkynningar

Íbúar Fjallabyggðar orðnir 2000

Samkvæmt Þjóðskrá eru núna akkúrat 2000 íbúar með lögheimili í Fjallabyggð. Þar af eru íslenskir ríkisborgarar 1805 talsins og erlendir ríkisborgarar 195. Meðalaldur íbúa í Fjallabyggð er 43 ár og er elsti íbúinn 98 ára. Á myndinni má sjá fulltrúa yngstu kynslóðarinnar á fundi bæjarstjóra.
Lesa meira

Breyttur opnunartími íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði vegna Sjómannadagshátíðar

Breyting á opnunartíma Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar í Ólafsfirði vegna Sjómannadagshátíðar. Laugardagur 3. júní opið kl. 10 – 14 Sunnudagur 4. júní: LOKAÐ.
Lesa meira

Biddý lætur af störfum eftir 43 ára starfsferil

Í dag eru tímamót á bæjarskrifstofunni þegar hún Biddý okkar, Brynhildur Baldursdóttir, lýkur sinni síðustu vakt eftir langan starfsferil sem spannar rúm 43 ár. Biddý hóf störf hjá Siglufjarðarkaupstað 1. janúar 1980 og hefur upplifað tímana tvenna og nokkur tímamót í sögu bæði Siglufjarðar og sameinuðu sveitarfélagi Fjallabyggð. Biddý hefur meðal annars unnið með 11 bæjarstjórum og verið ein af okkar dýrmætustu starfsmönnum, þjónað bæjarbúum af samviskusemi og dugnaði. Síðasti starfsdagur hennar er í dag 26. maí.
Lesa meira

Öll óviðkomandi umferð á flugvellinum á Siglufirði er bönnuð

Mikið hefur borið á því að fólk sé að keyra inn á flugbrautina eða sleppa þar hundum sínum lausum. Flugbrautin er opin lendingarstaður og er því ítrekað að öll óviðkomandi umferð á flugvellinum er bönnuð
Lesa meira

Lokað vegna vinnustöðvunar í íþróttamiðstöðvum

Tilkynning ! Yfirvofandi er vinnustöðvun félagsmanna Kjalar í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Vinnustöðvun mun vara dagana 27.-29. maí ef kjarasamningar BSRB við Samninganefnd sveitarfélaga nást ekki fyrir þann tíma. Af þessum sökum verður lokað í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar laugardaginn 27. maí og hvítasunnudag 28. maí. Mánudaginn 29. maí, annan í hvítasunnu er íþróttamiðstöðin á Siglufirði opin kl. 10:00-14:00, en lokað í íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði.
Lesa meira

Fjallabyggð færir Alþýðuhúsinu og Aðalheiði S. Eysteinsdóttur hamingjuóskir með Eyrarrósina

Markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar, Linda Lea Bogadóttir leit við í Alþýðuhúsinu og færði Aðalheiði blóm og hamingjuóskir með verðskuldaða viðurkenningu og þakkir fyrir hið gríðarlega mikla og góða starf sem hún hefur gefið til samfélagsins á síðastliðnum áratug.
Lesa meira

Orðsending frá Fjallabyggðarhöfnum

Orðsending frá Fjallabyggðarhöfnum til þeirra sem eiga veiðarfæri, bátavagna, ker og eða aðra lausamuni á hafnarsvæðum
Lesa meira

Hafnarstjóri á bryggjurölti í morgunsárið

Bæjarstjóri / Hafnarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir hitti á rölti sínu um hafnarbryggjuna í morgunsárið hinn 18 ára nýstúdent, Jón Grétar Guðjónsson sem einnig hefur nýlokið skipstjórnarréttindum. Jón Grétar var á fullu að landa úr Oddverja SI en hann er á strandveiðum þessa dagana. Einn línubátur var einnig við bryggju, einn af þeim sem kemur til löndunar á Siglufirði á hverju vori. Voru sjómenn að vonum ánægðir með aflabrögð. Gaman er að segja frá því að nýverið var sett upp skemmtilegt skilti á bryggjuna á Siglufirði sem sýnir fjarlægðir til hinna ýmsu borga og staða í heiminum.
Lesa meira

Heiti potturinn á Siglufirði verður lokaður í nokkra daga vegna viðhalds!

Tilkynning frá Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar! Heiti pottur sundhallarinnar á Siglufirði verður lokaður vegna viðhalds frá deginum í dag 22. maí í nokkra daga. Tilkynnt verður þegar potturinn verður opnaður á ný. Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
Lesa meira

Tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll

Daganna 16. til 19. maí 2023 var haldin atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Kjalar um boðun verkfalls hjá Fjallabyggð. Niðurstaðan varð sú að 61 samþykktu verkfallsboðun af alls 70 greiddum atkvæðum. Þannig samþykktu 87,14 % félagsmanna verkfallsboðun. Þátttakan var 58,82 % eða 70 af alls 119 sem voru á kjörskrá.
Lesa meira