World Oceans Day og opnun Arctic Coast way 8. júní 2019

Þann 8. júní verður Dagur hafsins;  World Oceans Day haldinn hátíðlegur um allan heim og einnig í Fjallabyggð.  Tilgangur þessa dags er m.a. að fagna og heiðra hafið og draga fram hversu mikilvægt er að passa hafið. Þennan sama dag verður Norðurstrandaleið; Arctic Coast Way formlega opnuð. 

Í tilefni dagsins mun Fjallabyggð standa fyrir hreinsun við strendur Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. 

Er það von Fjallabyggðar að aðilar í Fjallabyggð myndu bjóða upp á viðburð þennan dag,  t.d. tónleika í fjörunni, gönguferðir við hafið, skemmtun fyrir börnin, menningarviðburði, vinnustofu eða sýningar, jafnvel tengdar hafi og strönd, bjóða upp á matarsmakk og eða áhugaverða rétti úr hafi t.d. við ströndina eða inni á veitingahúsum, siglingar, hugvekjur, ljóðalestur eða hvað eina sem bæjarbúum dettur í hug til að vekja athygli á þessum góða degi.

Markaðsstofa Norðurlands mun gera viðburðunum skil í fréttum og tengja þá inn á World Ocean Day síðuna https://www.worldoceansday.org/events-list

Það eru nú þegar komnir nokkrir flottir viðburðir og verða viðburðir einnig auglýstir í og af Fjallabyggð.

Þeir sem hafa góða hugmynd og áhuga á að vera með eitthvað í boði þann 8. júní nk. vinsamlegast hafið samband við markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar, Lindu Leu Bogadóttur á netfangið lindalea@fjallabyggd.is eða í síma 464-9117.

Njótum dagsins, hafsins og alls þess sem Fjallabyggð hefur upp á að bjóða þann 8. júní nk.