Vorhreinsun í Fjallabyggð 22. – 26. maí

Dagana 22. - 26. maí verður árleg vorhreinsun í Fjallabyggð. 

Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að hreinsa til á lóðum sínum og nærumhverfi í sameiginlegu átaki dagana 22. – 26. maí. Fyrirtæki og stofnanir eru sérstaklega hvött til að taka þátt í átakinu. Starfsmenn bæjarins verða á ferðinni mánudaginn 27. maí og þriðjudaginn 28. maí til að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið við lóðarmörk.

Athygli skal vakin á því að húseigendum ber að fara með lausafjármuni, spilliefni, timbur, málma og brotajárn á gámasvæði.

Tökum öll höndum saman við að fegra fallegu Fjallabyggð

Tæknideild Fjallabyggðar