Vorhátíð 1. - 7. bekkjar

Frá Vorhátíðinni 2015
Frá Vorhátíðinni 2015

Á miðvikudaginn, 13. apríl, verður Vorhátíð 1. - 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg og hefst hátíðin kl. 18:00. Nemendur hafa æft stíft undanfarið og á skemmtununni mun hver bekkur flytja sitt atriði.

Vorhátíðin er árleg fjáröflun 7. bekkjar og miðaverð á hana er:
Nemendur 8.-10. bekkjar: 500 krónur
16 ára og eldri: 1.500 krónur
Enginn posi er á staðnum

Rúta fer frá Norðurgötu kl. 17:30 og til baka frá skólahúsinu við Tjarnarstíg að sýningu lokinni.