Vorhátíð 1. - 7. bekkjar

Á morgun, miðvikudaginn 25. mars, verður Vorhátíð 1. - 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg og hefst hátíðin kl. 18:00. Nemendur hafa æft stíft undanfarið og á skemmtununni mun hver bekkur flytja sitt atriði. Alls munu 125 nemendur koma fram. Sökum þess hve mikill fjöldi nemenda tekur þátt þá munu nemendur, ásamt umsjónarkennurum, fara í skólahúsið við Tjarnarstíg að loknu sínu atriði. Þangað geta síðan foreldrar náð í börn sín að sýningu lokinni.  Vegna mikils fjölda er ekki annað hægt en að framkvæma þetta svona. Gera má ráð fyrir að sýningin taki um eina og hálfa klukkustund.

Um morguninn, kl. 10:15, verður lokaæfingu og þá munu nemendur sitja úti í sal og horfa á öll atriðin.

Vorhátíðin er árleg fjáröflun 7. bekkjar og miðaverð á hana er:

Nemendur 8.-10. bekkjar: 500 krónur

16 ára og eldri: 1500 krónur

Enginn posi er á staðnum

Rúta fer frá Norðurgötu kl. 17:30 og til baka frá skólahúsinu við Tjarnarstíg að sýningu lokinni.