Vinnustofa með ráðgjöfum frá SSNE vegna styrkumsókna úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Vinnustofa með ráðgjöfum frá SSNE vegna styrkumsókna úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Vegna þess ástands sem ríkir í samfélaginu vegna Covid-19 hefur það reynst erfitt að skipuleggja viðverustundir á mismunandi stöðum landshlutans eins og við helst hefðum viljað.  Margir umsækjendur hafa haft samband við okkur beint og það er ánægjulegt að sjá vídd og breidd í þeim hugmyndum sem eru í smíðum.  Margir eru að spyrja sömu eða svipaðra spurninga og því höfum við ákveðið að bjóða upp á rafræna vinnustofu á föstudaginn 30. okt og mánudaginn 2. nóv þar sem við förum stuttlega yfir umsóknarferlið, hvað er gott að hafa í huga við frágang umsókna og fleiri hagnýta punkta sem gætu gagnast styrkumsækjendum.  Þar gefst ykkur líka tækifæri á að spyrja spurninga en hafa skal í huga að fundurinn er opinber og aðgengilegum öllum sem vilja svo spurningar og athugasemdir verða líka sýnilegar öllum.  Hægt er að velja sér hvaða nafn sem er við skráningu inn á fundinn, ekki er nauðsynlegt að gefa upp eigið nafn eða fullt nafn ef þátttakendur kjósa svo.   

Krækja á næsta fund þann 2. nóvember:  

Mánudagur 2. nóvember kl. 11.00 – 13.00

Fundurinn hefst klukkan 11:00 og er opinn í allt að 2 klst.  Hægt er að mæta á fundinn kl. 10.45 og biðjum við alla þátttakendur að hafa slökkt á hljóðnemanum þar til fundurinn hefst kl. 11.

Þessar vinnustofur eru ætlaðar fyrir almennar upplýsingar og fyrirspurnir í stað sértækra ráða sem snúa að ykkar eigin verkefni beint.  Fyrir þá sem þessi lausn hentar ekki, eða þurfa sértæk ráð vegna sinna verkefna stendur einnig til boða að bóka einkaviðtal við Rebekku, Ara Pál eða Vigdísi

OPIÐ FYRIR STYRKUMSÓKNIR ÚR UPPBYGGINGARSJÓÐI NORÐURLANDS EYSTRA TIL HÁDEGIS 4. NÓVEMBER 2020

Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér og hér er hægt að panta viðtalstíma við ráðgjafa SSNE.