Vinnuskólinn hefst 6. júní

Þeir unglingar sem hafa skráð sig í vinnuskóla Fjallabyggðar eiga að mæta mánudaginn 6. júní nk. kl. 8:30 í áhaldahúsið.

(Ef þú átt eftir að skrá þig vinsamlegast hafðu samband við undirritaðan sem allra fyrst)

Rétt til vinnu hafa eftirfarandi:

Árg. 1997: 4 vikur ½ daginn

Árg. 1996: 7 vikur allan daginn, (þó ekki eftir hádegi á föstudögum).

Árg. 1995: 10 vikur allan daginn

Skilyrði er að viðkomandi eða a.m.k. annað foreldri hafi lögheimili í Fjallabyggð eða viðkomandi hafi stundað nám við Grunnskóla Fjallabyggðar í vetur.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður

Íþrótta- og tómstundafulltrúi