Vinna við framkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði

 

Á 258. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldinn var í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
þriðjudaginn 22. maí 2012, var meðal annars tekið fyrir mál grunnskólans - útboð.

 

Fundinn sátu: Ólafur Helgi Marteinsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Egill Rögnvaldsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ólafur Þór Ólafsson.

Bókað var  neðanritað.

4. 1204103 - Grunnskóli 2. áfangi útboðsform

Tæknideild hefur boðið verkið út í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins.

Ekkert tilboð barst.

Bæjarráð samþykkir því að fela tæknideild bæjarfélagsins að leita samninga í einstaka verkþætti.
Fyrst verði rætt við iðnaðarmenn innan sveitarfélagsins.

Undirritaður hvetur alla þá aðila sem hug hafa á að takast á við verkefnið að snúa sér til
deildarstjóra tæknideildar, Ármanns Viðars Sigurðssonar á skrifstofu Fjallabyggðar
um frekari upplýsingar og gögn, þriðjudaginn 29.05.2012.

„Verkið verði þ.m. unnið af iðnaðarmönnum Fjallabyggðar undir stjórn tæknideildar.“

Kveðja
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.