Vinna gegn einelti í Vinnuskóla Fjallabyggðar

Eineltishringurinn
Mynd: olweus.is
Eineltishringurinn
Mynd: olweus.is

Í Vinnuskóla Fjallabyggðar er unnið gegn einelti og markvisst brugðist við ef upp kemur grunur um einelti.
Flokkstjórar og yfirmaður Vinnuskóla eru lykilmenn í vinnunni.

Einelti er endurtekið líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi, þegar einn eða fleiri níðast á eða ráðast aftur og aftur á einstakling. Gerandinn eða gerendur sameinast um að gera fórnarlambi sínu, þolandanum, lífið nánast óbærilegt. Fólk hefur misjafnt sársaukaþol, misjafnt skopskyn og tilfinningar. Ef einelti varir og enginn styður þá sem verða fyrir því, er hætta á að viðkomandi beri þess merki ævilangt. Einnig eru mörg dæmi þess að gerendur eigi um langt skeið í vanda vegna gerða sinna, þeir þurfa því ekki síður á hjálp að halda. 

Eineltisáætlun Vinnuskóla Fjallabyggðar er hægt að nálgast hér.