Vinalög í Siglufjarðarkirkju

Friðrik Ómar og Jógvan
Friðrik Ómar og Jógvan
Söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen heimsækja Fjallabyggð á ferð sinni um landið.

Miðvikudagskvöldið 13. júlí halda þeir tónleika í Siglufjarðarkirkju og flytja íslensk og færeysk dægurlög af plötu sinni VINALÖG sem kom út árið 2009 og var mest selda plata landsins það ár. Tónleikarnir eru liður í ferð þeirra um landið í sumar en þeir félagar hafa heldur betur slegið í gegn. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er miðaverð aðeins 2000.- Húsið opnar kl. 19:30 og eru miðar einungis seldir við innganginn.

 ps. Þeir félagar verða í Ólafsfjarðarkirkju kvöldið áður, 12. júlí.