Viltu taka þátt í útimarkaði á Blúshátíð?

Frá markaði í Tjarnarborg
Frá markaði í Tjarnarborg
Í tengslum við Blue North Music Festival verður haldin útimarkaður við Tjarnarborg laugardaginn 28. júní kl. 14:00 ásamt því sem lifandi tónlist verður á svæðinu. 
Áhugasamir einstaklingar sem vilja vera með söluborð á útimarkaðnum á Blúshátíðinni geta pantað borðið með því að senda póst á netfangið gislirunar4@gmail.com eða í síma 863-4369

Upplýsingar um hátíðina er að finna á http://blues.fjallabyggd.is