Viltu miða á tælenskt kvöldverðarmatarboð?

Líkt og íbúar Fjallabyggðar hafa tekið eftir mun KF vera með tælenskt kvöldverðarboð í Tjarnarborg laugardaginn 5. apríl n.k.  Er þetta annað árið í röð sem KF stendur fyrir þessum viðburði sem heppaðist ákaflega vel í fyrra.  
Fjallabyggð hefur ákveðið að styrkja þetta framtak hjá KF með því að kaupa 30 miða og deila út til íbúa sveitarfélagsins.  Gildir hér fyrstur kemur fyrstur fær.  Miðarnir verða til afhendingar á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar í dag milli kl. 13:00 - 15:00.  15 miðar verða í boði fyrir hvorn bæjarhluta. Ekki er hægt að taka frá miða í gegnum síma.